Jæja núna fyrir tvem dögum horfði ég á þennan snilldar þátt.
Byrjaði með því að fólk var að slappa af .. allavega sumir.

Heidi, Jenna, Alex og Rob lágu bara í rólegheitunum og slöppuðu af.
Meðan Christy, Matthew og Butch unnu eins og “brjálæðingar”.

Butch fannst þetta bara hreinlega skömmustulegt að þau gerðu ekki neitt þó þau væru í meirihluta og bjóst hann sjálfsagt við því að vera farinn heim bráðlega.

Heidi, Jenna, Alex og Rob ætluðu að pikka þau út one by one.
Svo þegar líða fór á daginn Talaði Matthew um að reyna fá Rob á sitt band til að kjosa með sér, Butch og Christy og losna sig við Alex. Svo myndu þau losa sig við Heidi og Jenna. Butch leist vel á þetta.

Svo seinna um daginn hinu meginn á eyjunni voru Alex og Rob að tala saman meðað Heidi og Jenna sváfu(typical?) Alex sagði við Rob að ÞEGAR þau væru fjögur eftir myndi það vera annaðhvort hann eða Rob sem myndu fara út. OG sagði ef Þú(sagði þetta við Rob) Vinnur immunity kýst þú gegn mér og þær líklega lika þar sem þær eru svona eins og “systur”. Svo myndi Alex gera það sama ef hann myndi vinna. Þetta leist Rob bara ekkert á og greinilega talið það líklegra að Alex myndi vinna immunity frekar enn hann eða hann hélt hann væri hreinlega að plata sig.

Það sem ég held er það að Alex ætlaði að lesa sig við hin 3 og svo þegar þau kæmu i final fjögur, var hann frekar viss að hann myndi vinna immunity í stað Robs. Og svo myndi hann bara vinna aftur reiknaði hann víst með og taldi Heidi og Jennu ekki mikil ógn í því og þannig myndi hann tryggja sér sæti í Top two.

Rob hugsaði lengi um hvorum hann ætti að vera með. Ef hann myndi svíkja heidi og þau og vera með Matthew og félögum væri hann að tryggja sér 3 vote gegn sér. Enn aftur og móti gæti hann komist í úrslit mögulega ef hann færi með Matthew og þeim.


Svo þegar var komið að “þinginnu” fræga var tími kominn að kjósa. Jeff spurði Alex hvort hann taldi það líklegt að hann væri á leiðinni út. Hann sagði að það væri mjög ólíklegt og yrði mjög hissa. Svo endaði það með því að hann var kosinn út.

Viðbrögð hans þegar hann sagði frá þessu voru ótrúlega, hann virtist ekki vera NEITT reiður. Kannski var hann reiður inside ? Hann vissi að Rob hefði svikið sig, eða taldi það allavega, en það gæti bara vel verið að Alex mundi samt kjósa Rob.

Final4
Rob, Matthew gegn Butch, Christy .. ég bíðst við því eða hreinlega strákarnir bara henda Christy út og svo snýst það um hver vinnur immunity.
En Christy getur enn farið i lið með stulkunum og komið upp 3 gegn 3 stöðu. Tel það ólíklegt enn allt getur gerst.

Ef það fer þannig að Rob og matt verða gegn Butch og Christy i lokinn tel ég að Butch og Christy vinni þegar það er spurgt útí keppnina og persónulegar spurningar(gerist þegar það er jafnt)
Þá tel ég líklegt að Rob fari út ef það gerist. Svo myndi Matt vinna immunity og velja Butch með sér og Butch mun vinna survivor.
Hann gæti valið Christy náttúrulega .. en öllum í kviðdómnum líkar held ég bara vel við hana.

En sá sem ég tel að muni vinna er Butch. Þótt Rob eigi það mest skilið fyrir þvílíka leiksnilli ! Hann er með fólkið vafið um fingur sér. Hreint ótrúlegt! Hann hefur platað alla til að komast svona langt enn á ekki eftir að duga honum þo hann komist i úrslit reyndar fær maður pening fyrir annað sætið :)

Þetta er mín spá og vinsamlegast ekkert flame :)
Kveðja