2. þáttur Survivor fór í loftið í kvöld…

Það byrjaði á því að sýnt var að stelpurnar voru mun verr staddar en strákarnir í sambandi við skýli og mat og þess háttar. Fyrsta verðlaunakeppnin var núna og í verðlaun voru beitur fyrir fiska. Það var þraut þar sem allir voru með bundið fyrir augun og einn í liðinu stjórnaði og hjálpaði hinum að finna búta úr púslispili sem átti svo að leysa. Stelpurnar voru einni fleiri en strákarnir og þær þurftu því að láta eina sitja eftir. Christy (þessi heyrnarlausa) gerði það, því hún kanna bara varalestur og er því alveg óvirk ef hún á að vera með bundið fyrir augu því þá sér hún ekki neitt og getur ekki lesið á varirnar. Annars finnst mér mjög gott hjá henni að vera með.
Stelpuliðinu gekk mun betur og þær unnu! Því fóru þær heim með beiturnar og reyndu eitthvað að veiða en það ekkert mjög vel, en annars var ekkert mikið sýnt úr því.
Friðhelgiskeppnin var frekar sniðug (fannst mér). Liðin fengu að ganga inn í og skoða venjulegt hús í Amazoninu og svo voru spurðar spurningar um hvað fólk mundi úr því. Strákaliðið vann með 2 stiga mun. Þeir mega nú alveg vinna einu sinni.
Á þinginu var Janet kosin burt.

Annað sem gerðist í þessum þætti voru að einhverjir menn úr strákaliðinu rifust um samkynhneigð og það fannst nammi í stelpnabúðunum, en enginn játaði að hafa komið með það (þó að sumir segðu að Janet hefði gert það).

Ágætis þáttur.