Jæja núna er þetta byrjað vikilega mikið að koma mér mikið á óvart. Ég á mjög erfitt með að skilja hvernig þessi leikur á að ganga upp útaf því að þetta eru 2 ættbálkar. En nóg um það núna ættla ég aðeins að tjá mig um hvað mér finnst að Sook Jai eru að gera vitlaust.

Þetta byrjaði nú bara venjulega en núna var engin verðlauna keppni. Úr seinasta þætti (4 nóv) var ég ekki sáttur þegar að ég sá helvítis glottið á Penny og vildi ég þá virkilega að hún yrði kosin út. En eins og ég hef oft sagt við fólk sem að ég þekki þá fær maður ekki allt sem maður vill! En svo þegar að kom að fiðhelgiskeppninni, þá fólst hún í því að keppendurnir áttu að vera undir vatni að anda með bambús röri gengnum vatnið og Sook Jai skíttapaði þeirri keppni að mínu mati. Þau fóru nú eiginlega öll (úr Sook Jai) uppúr vatninu áður en 25 sek voru búnar en svo loksins þá fór seinasti maðurinn þeirra uppúr (Jake) og þar með töpuðu þau. Jake leið nátturulega mjög ylla yfir þessu því að honum fannst það vera hans sök að þau hefðu tapað þessu og fór smá að gráta yfir því. Erin huggaði hann og áttu þau smá góða stund saman (þessi 4 úr Sook Jai) og kvöddust.

En þegar að kom að Tribal Council þá kom það mér soldið því miður á óvart. Erin var kosin burt með 3 atkvæði á móti einu gegn Ken. Og Erin sagði að Ken ætti skilið að fara heim því að hann væri búinn að þola nóg en að mínu mati þá er Ken gaurinn sem að á eftir að vinna þetta og hann hefur það nú allveg í sér. En ég var nú alls ekki sáttur með það að þau kusu að kjósa Erin yfir Penny og fór ég smá að spá hvort að Penny er búin að ná að komast undir “mjúkann væng” hjá Jake og Ken, en maður á í rauninni ekki eftir að vita það þangað til að næsti þáttur kemur.