Jæja núna er það komið á hreint og eru núna aðeins 10 leikmenn eftir og fer allt að renna af samrunna (eða hvað?). Þessi þáttur var nú bara einn af bestu survivor þáttum sem að ég hef séð. Núna loksins kom eitthvað smá rifrildri milli Ken og Robb útaf bönununum. Í rauninni var þetta heimskulegt rifrildi og einfalt að laga, eins og til dæmis þegar að Robb og Ken fóru langt í skóginn og fundu hellir og fóru að tala saman. Svo kom að verðlaunakeppninni og þá var einn meðlimur ættbálkanna sem að var að skjóta boltum og 4 að grípa þá í hring. Robb var aðal maðurinn þá og til að vinna þessa keppni þá þurftu meðlimirnir að grípa boltana, og það voru 5 boltar sem að þurfti að grípa og greip Robb þá alla, og þá unnu þau góða máltíð með tælenskum dönsurum og “hljómsveit”. Svo þegar að kom að friðhelginu þá ákvað Robb að sitja út keppnina en því miður þá tapaði Sookjai. Það kvöld oppnuðu Sookjai 4 vínflöskur og töluðu saman og þá leið mér fyrst eins og þetta væri mjög góðir vinir og var mjög fínt að horfa á. En í þættinum þá hafði Robb “oppnað augun fyrir alla” og fengið fólk til að skilja fullt af hlutum.

Því miður þá endaði þessi þáttur ekki eins og ég hafði vonað er það að Robb var kosin út úr tripinum. Þetta fannst mér nú því miður ekki mjög sniðug move. Sérstaklega ekki fyrir Ken, því að eftir að þeir fóru að tala saman í hellinum þá kom upp smá samband mylli þeirra og þeir hefðu nú allveg geta orðið gott team.

Núna fyrst að maður er kominn á smá skrið er eitt sem að mig langar að benda á er í ættbálkinum Chuay Gahn, það er það að Ted og Brian hafa verið í bandalagi frá fyrsta þætti. Það er nú eitthvað sem að kom mér mjög mikið á óvart því að ég hafði ekki hugmynd um að það væri í gangi. Í Survivor 3 þá var það nátturulega allveg augljóst að Big Tom, Lex og Ethan voru í bandalagi en eitthvernveginn náðu Ted og Brian að fela þetta frá degi eitt.

Endilega eitthver að koma með eitthver comment því að þetta áhugamál er að verða hundleiðinlegt ef að það eru bara sendar fullt af könnunum en mjög fáar greinar.