Vona að ég sé að setja þetta á réttan stað en ég var að velta fyrir mér formögnurum/formagnara...

Á sony plötuspilara sem ég nota mjög mikið og hef hingað til alltaf tengt hann við gamalt sony viðtæki sem er með innbyggðum formagnara. Því miður endast tækin ekki eins lengi og maður hefði viljað svo blessað viðtækið bræddi bara úr sér um daginn...Farnist því vel þarna hinumegin....

En svo ég komi mér nú að aðalmálinu! Sá á síðunni hjá elko formagnara, vivanco PA111. Er eitthvað varið í hann? Endist hann vel? Og er það ekki rétt skilið hjá mér að ég þarf þá aðra snúru út úr honum til að tengja við viðtækið sem ég ætla að tengja hann við? Hvaða/hvernig snúru?

Munurinn á snilld og heimsku er sá að snilldin er takmörkuð.