Hr. Örlygur kynnir í samvinnu við Smirnoff og FM 957:

Familjen -“Huvedet I Sanden Tour” Reykjavik og Akureyri, 17 og 18 Júlí!

Jungle Fiction, Pedro Pilatus, Rikki G og fleirri munu sjá um upphitun

www.myspace.com/familjen
www.myspace.com/junglefiction
www.myspace.com/pedropilatus

Sænski raftónlistarsnillingurinn Familjen, sem gerði allt viltaust á síðustu Airwaves hátíð og á NASA í Janúar sl, hefur nú boðað aftur komu sína til landsins, enda er Ísland í miklu uppáhaldi hjá honum þar sem honum hefur verið tekið feiknarvel síðustu tvö skipti. Í þetta sinn er hann að kynna nýjustu smáskífu sína “Huvedet I Sanden” en sú skífa inniheldur 12 mismunandi endurhljóðblandanir af samnefndu lagi og fær hann góða aðstoð frá listamönnum á borð við Kasper Bjork, Adam Tensla og The Field við vinnslu plötunnar.

Familjen hefur heldur betur slegið í gegn undanfarin misseri með lagi sínu “Det Snurrar I Min Skalle” en það lag hefur verið á topp listum hjá öllum helstu útvarpsstöðvum landsins. Því má búast við hörku tónleikum enda spilaði hann fyrir troðfullu húsi síðast þegar hann kom hingað til lands þannig fólk er hvatt til þess að tryggja sér miða í tíma. Hann mun að sjáfsögðu taka sína helstu smelli, “Det Snurrar I Min Skalle”, “Huvedet I Sanden” og “Det Lilla Livet” ásamt nýju óútkomnu efni.

Hann mun koma fram á tvennum tóleikum þann 17 Júlí á NASA og 18 Júlí í Sjallanum á Akureyri. Forsala miða er með eftirfarandi hætti:

Nasa (17 Júlí)
Forsala: 1500kr (takmarkað miðmagn)
Almennt Verð á midi.is: 2000 Kr
Miðasala fer fram á midi.is og í verslunum Skífunnar.
Húsið opnar kl 23:00

Sjallinn Akureyri (18 Júlí)
Forsala: 1500kr (takmarkað miðamagn)
Almennt Verð: 2000kr,
Miðasala fer fram á midi.is, Galleri Ráðhústorgi og Imperial Glerártorgi. Húsið opnar kl:24:00

18 ára aldurstakmark er á viðburðina


Bætt við 14. júlí 2009 - 21:59
http://www.facebook.com/home.php#/event.php?eid=217029815146&ref=ts