Þessi elska er með rosalega skemmtileg hljóð, gríðarlegir möguleikar að leika sér að hljóðunum og búa til ný. Þetta tæki er með fjóra syntha, tvo sequensera og sampler. Sumt er flókið að læra, sérstaklega ef maður er að læra með fikti en leiðarvísirinn (bókin) kemur að góðum notum. Búinn að semja slatta á þetta hljómborð og það er einhvern vegin þannig að maður getur gleymt sér algjörlega þegar maður er að semja á því og einhvern vegin verða lögin bara til…

Ég keypti tækið upprunalega haustið 1998 (minnir mig) og ég fékk það hjá hljóðfærahúsinu beint úr kassanum. Það hefur verið í stúdíói allan tímann og ekki verið á tónleikaflækingi. Lítur út fyrir að vera nýr.

Nú er komið að því að leiðir skilji en ástæðan fyrir því er sú að ég ætla að kaupa mér ný tæki og tól og vantar pening.

Ég er líka með SCSI tengi til þess að setja aftan á tækið.

Meiri upplýsingar hér: fær 5 stjörnur frá Vintage Synth Explorer
http://www.vintagesynth.com/index2.html

og umsagnir notenda:
http://reviews.harmony-central.com/reviews/Keyboard+And+MIDI/product/Yamaha/EX5/10/1

Ég keypti hann upphaflega á heilan hellings pening en var að hugsa mér að selja hann í kringum 80.000

Ef þið hafið áhuga, sendið mér línu