Eins og titillinn bendir til þá langar mig svolítið að kynna mér þessa gerð af tónlist. 
Þetta er eitthvað sem mig hefur langað til að gera í smá tíma en aldrei nennt að láta verða af því. 
Þetta er tónlist sem ég hef ekkert vit á. 
Ég hef hlustað mikið á metal seinustu árin og hef sokkið verulega djúpt í þá stefnu og ég hef tekið eftir því hversu mikið metalhausar hata raftónlist en hafa voðalega lítið vit á henni. 
Það sem ég hef hlustað eitthvað á er Massive Attack og plötuna ,,Mezzanine“ en þó aðalega lögin ,,Angel” og ,,Tear Drop". 
Einnig rakst ég á þetta video af gömlum DTM bílum og fannst lagið alveg helvíti töff. 
http://uk.youtube.com/watch?v=nUAE-819OG4
Einhverjir hér sem nenna að kynna mig fyrir þessari stefnu. 
Muninn á t.d. Techno og Trance eða house eða whatever. 
Hvernig tónlist er þetta sem lagið fellur undir í video-inu fyrir ofan? 
Eitthvað sem þið mælið sterklega með fyrir svona ,,byrjenda" eins og mig?