mér finnst það alveg ótrúlegt að engin sé búinn að starta kork um airwaves. það var alveg þéttur pakki af flottum raftónlistarhljómsveitum sem spiluðu í ár að mínu mati

hvað fannst ykkur sem skelltuð ykkur markverðast að sjá.

mér fannst standa upp úr
trentemöller (kunningi minn sem hefur farið á 7 tónleika með honum í sumar og 10 í það heila sagði mér að tónleikarnir í listasafninu hefðu verið þeir lang lang flottustu)
chromeo (djöfulsins stappa, og killer stemming!)
gusgus (klikka aldrei á airw.)
steedlord (komu mér persónulega virkilega á óvart - læt sjá mig ef ég kemst á næstu tónleika með þeim hvar sem þeir verða nú)
og síðan var það bulletproof að slútta kvöldunum á barnum.

hefði gjarnan vilja sjá fm belfast og !!! en stundum verður maður bara að velja og hafna.

kv,
gerald