Núna langar mig svolítið til þess að fara að taka upp sömpl til að nota í lögum. Þess vegna var ég að spá hvað ég ætti að nota. Ég var að spá hvort það væri hægt að vera með eitthvað meðfæranlegt, þ.e. hljóðnema og eitthvert lítið upptökutæki eins og diktafónn sem getur tekið upp í stereo í góðum gæðum. Ef þannig tæki kostar mikið þá myndi ég eflaust bara nota tölvuna, og þá þyrfti ég örugglega eitthvað til að tengja hljóðnemann við tölvuna. Hvaða hljóðnemi er bestur í svona dót? Með hverju mælið þið?

Svo var ég að spá líka hvort það væri til eitthvert tæki sem gæti skipt hljóðinu sem kemur frá tölvunni upp í margar rásir. Þá gæti maður ef til vill verið með eina hljóðrás sem færi í heyrnatólin, aðra sem kæmi úr öðru forriti sem færi þá út í salinn og svo þriðju hljóðrásina sem færi í heyrnatólin hjá gaurnum við hliðiná. Er til tæki sem líkist þessu sem ég er að tala um?