Hafið þið aldrei lent í því þegar einhver spyr þig hvernig tónlist þú hlustar á, og þú svarar “electronica, trance, ambient” (eða whatever), þá er skitið á mann miksunarlaust! Auli, nörd, “tekknó” sökkar, og svo áfram. Þetta fer dáltið mikið í taugarnar á mér. Mér finnst eins og fólk fatti ekki alveg hvað það er SJÁLFT að hlusta á! Maður má ekki hafa sinn eiginn tónlistarsmekk í friði. Þegar ég er í good-mood í skólanum með trance í eyrunum og fólk er að hneikslast á því að þetta sé ömurleg tónlist, þá er sá hinn sami að hlusta á drum and bass eða Aphex Twin eða eitthvað, án þess að vita hvað það er að segja… Ég veit ekki hvort það er bara svona neikvætt fólk í skólanum hjá mér, hafið þið ekkert tekið eftir þessu???
Low Profile