riddarAraddir: sándtrakk Föstudaginn 18. janúar 2002 var sett upp leikrit í MH er bar
nafnið <b>riddarAraddir</b>. Leikstjóri og handritsshöfundur var
spekingur að nafninu <b>Árni Kristjánsson</b> og hafði fengið til
sín tvo leikara, <b>Erling Grétar Einarsson</b> og <b>Jóhönnu Ósk
Baldvinsdóttur</b> til að sjá um tvö hlutverk leikritsins. Einnig
fékk hann <b>Valdimar Björn Ásgeirsson</b> (Einnig þekktur undir
nöfnunum <i>Cucular</i> eða Vladimir) til að gera tónlist fyrir
það og <b>Inga Einar Jóhannesson</b> til að hanna ljósanotkun.

Leikritið var sérstakt að því leiti, að eins og nafnið sjálft er
það samhverft. Og ekki aðeins það, heldur er hvor helmingur
leikritsins samhverfur um sjálfan sig með miðju sem helst eins.
Þetta gefur mjög skemmtilega útkomu, og vegna frelsis í handriti
er hægt að setja inn ýmsa dulda meiningu í setningar og látbragð,
þó svo að það sé alltaf það sama sagt. Hvernig fólk talar og
hvernig það kemur fram.

Það var tuttugu mínútna langt og tónlist hljómar undir allan
tímann. það er eitt stórt lag sem var hannað sérstaklega fyrir
hvað gerist í sýningunni og hvernig hún er. Þess vegna er hún svo
órjúfanlegur hluti af leikritinu sjálfu, eða öllu heldur er
leikritið svo órjúfanlegur hluti tónlistarinnar, að þegar gefa
átti út tónlistina á geisladiski var tekin sú ákvörðun að láta
leikritið fylgja.

Sem færir okkur að kjarna málsins. <b>Nú er kominn út
geisladiskur með leikritinu sjálfu, lagi sem var notað til að
kynna það á sínum tíma í MH og tónlist sem fylgdi í kjölfar
sýningarinnar</b>, sem var aðeins ein. Það má lýsa þessu sem
hugrænni helför, þar sem hugsanir í leikritinu og þar af leiðandi
tónlistinni sjálfri eru mjög myrkar og drungalegar en á móti mjög
magnaðar og seiðandi. Sú tónlist sem fylgir í kjölfar upptökunnar
af leikritinu mætti flokka sem einhverskonar ,,illrými“
(illbient) þ.e., andrýmis(ambient)tónlist sem manni á ekki
endilega að líða vel af. Þó þarf maður að skilgreina
hugtakið ,,vel” fyrir sjálfum sér, áður en ákveðið er hvort það
er.

Á geisladisknum sjálfum er - aðgengilegt úr tölvu - bæklingur
disksins og aukaefni. Þar er handritið að leikritinu (sem mælst
er til að fólk sem ekki sá leikritið á sínum tíma hafi við
höndina er þau hlusta á upptökuna), pistlar frá leikstjóranum,
tónsmiði og öðrum aðalleikaranna og síðast en ekki síst….
aukalag.

En að auki eru fyrir þá sem hafa áhuga á að leika sér svolítið
gögn til að endurhljóðblanda (remixa:) upprunalega riddarAradda
lagið.

<i>Diskurinn er í sölu í <b>12 tónum</b> og <b>Hljómalind</b>, verð gefið upp á staðnum (um 1000 krónur).</i