remoteworker-viðtal Chico Rockstar Productions í samstarfi við Frank Murder eru að flytja inn þýskt vinnuafl. Laugardaginn 24. ágúst mun Bretinn Sir Remoteworker koma hingað ásamt fylgdarliði sínu og spila á Nýlistasafninu mörgum til mikillar ánægju og yndisauka. Mennirnir sem koma með honum eru Apparat og Digital Resistance en sá síðanefndi mun vera með sjónræna tilburði í takt við elektrógeðveiki hinna. Ég hitti Remoteworker á förnum vegi í netheimum og ákvað að taka létt spjall við hann svo lesendur fái nú einhverja hugmynd um manninnn.

Af hverju Ísland?
Ég hef komið til Íslands nokkrum sinnum og elska tilfinninguna hérna. Ég er líka í miklu samstarfi við tónlistarmenn þaðan og er með tvo íslenska listamenn, Chico Rockstar og Frank Murder á samning hjá útgáfufyrirtækinu mínu. Í rauninni langar mig að flytja til Íslands í nokkra mánuði en í þetta skiptið verð ég bara í viku.

Hvers konar tónlist heillar þig?
Ég var mikið í Drum´n´Bass þegar ég var í Reinforced Records en svo missti ég einhvern veginn áhuga á því. Ég fór að færa mig meira inn í elektróníska sviðið. Sumir segja að það sé köld sena en ég held að það sé mikil fegurð í hljóðinu, maður þarf bara að leita aðeins dýpra.

Hvað hefuru gefið út?
Á Reinforced gaf ég út SearchEngine Pulse/Frontier Attack og svo X-Plane og Tipo Molex en á þeim tíma var ég farinn að pæla mikið í raftónlist. Þá byrjaði ég með útgáfu sem hét Spore en gaf aðeins út tvær smáskífur þar og hætti svo bara því þetta var ekkert Drum´n´Bass. Þaðan fór ég bara aftur í stúdíó og byrjaði að gera það sem mig hafði langað að gera lengi sem var elektróníka. Flutti svo til Berlínar þar sem ég kynntist fólki á sömu bylgjulengd og stofnaði CBB. Undir því hef ég gefið út undir nafninu Remoteworker og heitir fyrsta platan mín “Protect me from what I want”. Í september er svo von á öðrum útgáfum með Chico Rockstar, Frank Murder, Apparat og Mode Selektor. Næsta útgáfa verður fyrsta plata Chico Rockstar (Addi ofar) en ég má ekkert segja þér frá henni strax.

Hvernig myndiru lýsa “Protect me from what I want”? [Ég biðst afsökunar, ég ætlaði að þýða þetta en ég myndi bara rústa því sem hann er að reyna að segja.....þið skiljið hvort eð er öll ensku.]
The album explores far more uncharted terrain, with the same meticulous attention to detail on every track. This is not an ‘easy listening’ experience designed for a quick fix – this is more a journey into a deeper, darker more demanding vision. Taking influences from modern electronica and contemporary breakbeats, the album evolves from melodies over discordant melodic string patterns to fractured, almost impossible polyrhythmic beat structures.

Hvernig fílaru Íslendinga?
Mér finnst þeir skrýtnir. Þið borðið myglaðan hákarl og reyktan Lunda. Það er bara fríkí.

Hvað er að gerast í raftónlist í Berlín þessa dagana?
Það er mikið um “electroclash” sem er mjög eitíslegt hljóð….en það fer minnkandi. Elektróníkan virðist vera að splitta yfir í indíelektróník og experímental elektróníku með miklum hljóð- og áferðapælingum. Berlín er frábær staður til að búa á þegar maður er að gera þessa tónlist…….hefur mjög mikla sögu í þessum geira.

Þú munt spila með Apparat og Digital Resistance á morgun, hverjir eru það?
Apparat er mjög góður vinur minn. Hann er mjög sjónrænn þegar hann spilar og það er mjög gaman að fylgjast með honum vaxa. Digital Resistance er myndbandalistamaður og hann gerir alla sjónrænu fyrir CBB og býr jafnvel til allt útlit fyrir útgáfuna.

Þar hafiði það. Remoteworker hefur fullt nýtt fram að færa í raftónlistinni og um að gera fyrir alla áhugasama að stökkva niður í Nýlistasafnið á morgun, 24.ágúst kl.21:00 með þúsundkall í annarri og deit í hinni. Sjáumst!!