Verið þið sæl. Ég ætla að gagnrýna, eins og fleiri hafa gert, val
dómnefndar á lögum þeim sem sæti eiga í úrslitum
raftónlistarkeppni huga.is árið 2002. Nú þegar ég hef hlustað
á öll lögin sem komust áfram, hallast ég einnig sterklega að
því að yfirlýsa harkalegu frati í þessa keppni (sbr. orð aliasar í
greinarsvari við tilkynningu vefstjóra), og það af ámóta
ástæðum.

Því verður ekki neitað að innan hinnar fremur umfangsmiklu
raftónlistarsenu Íslendinga eru menn í auknum mæli að að
leggja fyrir sig einhverskonar semi-ambient syntha tónlist,
gróskan mikil þar á bæ. Úrslita kvöld keppninar þann 21. mun
endurspegla þetta svo um munar. Sjálfur hallast ég þó að því
að sú spegilmynd hafi bjagast og stækkað í hroplegu
ósamræmi við raunveruleikan, hversu múm-legur hann sé
orðinn á þessum síðustu og verstu tímum. Ellefu, jafnvel tólf.
lög í úrslitum myndu flokkast allt að því beint undir þessa
tegund tónlistar (sum örlítið hressilegri ef til vill en vanalegt er,
munar ekki miklu þó), traject lögin eru svo eins og harðari og
ómeltanlegri útgáfur af því sama og tvö lög eru nánast eins og
lúppað ambient með 4x4 bassatrommu. Hér er ekki að finna
eitt einast “kúl” lag, ekki eitt einasta dansvænt lag, ekki eitt
einasta hart lag, þ.e. ekkert breakbít, ekkert (raunverulegt)
hús, ekkert rafpopp (nema einhver telji 80´s sullið undir það),
ekkert trip hop (þrátt fyrir mjög frambærilegt innlegg Funk
Harmony Park á því sviði) o.s. árans frv. Þetta kætir mig ekki.

Ég veit að fleiri eru sammála mér og óþarft er að koma með
þau rök að það sem sent var inn af öðrum meiði en þessi
tilrauna-syntha hljóðlönd hafi allt sogið mikla og stóra belli,
því ég þykist vita betur: Áðurnefndir FHP voru vel úrslita-hæfir,
lagið með DUO er flott þó frábrugðið sé, hefði verið flott
tilbreyting í úrslitunum og flest lög Hermigervils eru ekki á
nokkurn hátt lík lagi hans í lokakeppninni, til dæmis hin ágætu
D&B lög Hypergoth (sem fékk upphaflega hauskúpu. Hneisa)
og Kústakomplex., hið svala og laid-back Steemen, hið
dulræna Simone says o.s.frv. ég hefði verið meira en til í að
sjá eitthvað annað lag með honum en Schitz í úrslitum (en
þangað virðist það bara hafa komist því það byrjar eins og
það verði einhvert random tilraunasull, þó um síðir rættist vel
úr því), svo er margt annað eflaust frambærilegt þarna, í það
minnsta frambærilegra en helmingur þeirra laga sem eru í
úrslitum (persistance afar slappt til dæmis). Ég er því miður
ekki með hraða tengingu og get því á þessu aðeins verið 90%
viss, og bið ég þá sem betur eru netvæddir að styðja mál mitt
ef þeir eru á sama máli.

Þetta er allt dómnefnd að kenna og engum öðrum. Ég geri
mér fulla grein fyrir að allt er þetta búið og gert og legg því til
að betur verði að batteríinu staðið á næsta ári, það er að þá
verði brýnt fyrir akademíunni að dæma með opnu hugarfari og
að ef keppnin verði stærri í sniðum á næsta ári varðandi veltu
og fjármagn fari peningarnir aðalega í að borga sem flest
störf við dómnefndarsetu, svo einstrengingslegt og þröngsýnt
dómslys eins og átti sér stað nú muni ekki endurtaka sig.
Raftónlistarkeppni á að ná yfir allan skalann; öll raftónlist
jafngild. Dómnefndin hefði að sjálfsögðu átt að endurspegla
það. Atom Heart er raftónlistarmaður en það er DJ shadow
einnig, DJ Tiesto og Múm búa til raftónlist, Fat Boy Slim og
Autechre líka o.s.frv.


PS: Ég óska samt þeim sem komust í úrslit til hamingju og
góðs gengis í ambient-tilraunatónlistarkeppni Huga.is.

PS: Afsakið stafsetningu og Málfræði, reiðin náði tökum á
mér, ritað í flýti.

DaC