Sælir hugar og raftónlistarmenn!

Nú er svo komið að búið er að velja 16 lög til úrslita af 355 sem send voru í Raftónlistarkeppnina hér á huga.Ég vil taka fram áður en ég held áfram að ég er ekki einhver tapsár keppandi því jafnvel þótt ég sé með heilan lager af lögum þá sendi ég ekki eitt einasta lag í þessa keppni.Ástæðan fyrir því var einfaldlega sú að einhvern veginn grunaði mig nú hvernig úrslitin yrðu.
Og viti menn…ég reyndist sko heldur betur vera sannspár!
Nú var ég að enda við að hlusta á þessi 16 lög sem valin voru til úrslita og í mörgum þeirra er góð vinna,góðir effektar,stundum góðar melódískar hugsanir og í einu þeirra ágætur grípandi taktur!
En hvað er það sem tengir svo öll þessi lög saman?Jú…það er þessi ambient - slow motion Aphex Twin - fílingur sem er í nær öllum lögunum.Ég ber virðingu fyrir nær öllum raftónlistarmönnum og tónlist þeirra sem komust áfram sem og þeim sem komust ekki áfram.Ég er alls ekki að setja út á lögin heldur að reyna að gagnrýna þau frá því hvað var lagt í þau og hvernig þau eru unnin.Sérstaklega er ég þó umfram allt að gagnrýna einhæfni dómaranna!Fólk sem situr í dómnefnd í svona keppnum ætti að vita betur en að velja “sama” lagið 16 sinnum.Það sem ég á við með því er að lögin eru því miður eiginlega öll eins.Í nokkrum þeirra eru meira að segja margir svo svipaðir samplar að halda mætti að þeir væru hinir sömu!Í leiðinni langar mig langar líka aðeins að benda á að tónlist þarf ekki að vera einungis ambient eða massarafmögnuð til að teljast sem “raftónlist”.Það virðist vera álit þeirra er dæmdu þessa keppni og ekki nóg með að það sé rangt heldur er það einfeldni á hæsta stigi!Að lokum langar mig til að fá svör við spurningum sem brenna ekki einungis á mér heldur og mörgum öðrum raftónlistarmönnum.Þær eru eftirfarandi :

Hverju er farið eftir þegar lag er valið?
Hvernig skiptist dómurinn upp?(Velur t.d. hver dómari eitt lag)?
Þegar dómarar eru búnir að velja ákveðin lög (segjum til dæmis að 50 hafi verið að mati dómara MJÖG góð)…hvernig vinna þessir dómarar þá saman við að velja úr “bestu” lögin?
Eru lög valin eftir einhverjum ákveðnum tónlistar-flokkum/stefnum?
Eru einhverjar reglur sem dómarar verða að fara eftir þegar lög eru valin og ef svo er…hverjar eru þær reglur?

Það eru eflaust fleiri spurningar í gangi hjá þeim sem sendu inn lög í þessa keppni en þetta eru nokkrar sem mætti spá aðeins í!
kv,Olgerland

P.s. Að mínu mati eru þeir sem “töpuðu” í þessari keppni sigurvegarar því þeir eru jú flestir að gera tónlist sem er ekki eins og öll þau lög sem komust áfram.Hvaða tónlistarmaður vill gera lög eins og allir aðrir?Ekki ég að minnsta kosti! ;)