ampop vs. sk/um á gauknum 04.júní hæ,

Núna á þriðjudaginn munu hljómsveitirnar ampop, sk/um, og ollie halda tónleika á gauknum. Er því ekki við hæfi að líta aðeins á bagrunn þeirra?

——–

Ampop hefur gefið út eina breiðskífu og eina þröngskífu hér á Íslandi og nýlega er komin út sjötomman “Made for market” á hinu virta útgáfufyrirtæki Static Caravan. Af því að það er svo vinsælt skulum við skoða hvað strákarnir hafa sjálfir um sig að segja:

“Ampop er rafdúett frá Reykjavík, stofnaður´98 af Birgi Hilmarssyni og Kjartani F. Ólafssyni.Þremur mánuðum eftir að þeir hófu samstarf komu þeir út á safnskífu sem bar nafnið “Flugan” og var gefin út af Error músík Á henni var m.a. lag sem þeir nefndu Ampop/period, en má segja að það lag hafi markað upphaf á þeirra samstarfi og skýrðu þeir hljómsveitina í höfuðið á því. Hér var á ferðinni experimental raf-popp, sem var ekki algeng tónlistarstefna á rokknýlendunni Reykjavík.Tvö ár liðu og sveitin
þróaðist og sannkaði að sér frumsömdu efni, en 11 lög voru valin á fyrstu breiðskífu þeirra; “Nature is not a virgin”, sem kom út sumarið 2000. Þema hennar var togstreita manns og náttúru.Meðlimir Ampop hafa komið víða við í tónlist, en Birgir var söngvari og gítarleikari í grugg- og síðrokkshljómsveitunum Panorama og SinnFein, en sá síðarnefnda lenti í 2. sæti Músiktilrauna 1998. Kjartan var aftur á móti í melódískum ”ambient“ pælingum allt frá 1996 og samdi tónlist fyrir stuttmyndir, ásamt því að vera í 80´s bandinu Sólblóma, sem stofnuð var til höfuðs íslenskra sveitaballahljómsveita.”

www.simnet.is/ampop

——

sk/um er hins vegar nýrra fyrirbæri þar sem leiða saman hesta sína skurken, prince valium og hafdís bjarnadóttir jazzgítargúrú. Einhvers konar drullumall kom út úr þessu sem við vorum alveg nokkuð ánægð með. Ekkert hefur komið út með “hljómsveitinni” sk/um en öll höfum við verið að gefa eitthvað út, hver í sínu horni en væntanleg er 12" ep plata frá sk/um seinna í sumar sem gefin verður út á resonant í uk. Á tónleikunum ætlar sk/um að flytja efni af þeirri plötu en mjög sennilega læðist eitthvað gamalt með.

www.skurken.cjb.net

——–

Ollie er hlédrægur franskur strákur sem býr og starfar á Íslandi sem hönnuður. Hann hefur aðeins einu sinni spilað á Íslandi áður en hefur verið að spila eitthvað í Frakklandi. Ef ég þekki hann rétt verður hann með einhvers konar einlægar ambient pælingar sem notalegt verður að byrja kvöldið á. Hann sagðist líka ætla að syngja svo að það verður spennandi.

———

Gaukur á stöng, 04.júní 2002, húsið opnar 21:00, 500kall

sjáumst vonandi
Eitthvað að gerast?