Hvernig væri ef við færum nú að taka uppá þeirri vitleysu að remixa hvorn annan?

Þetta er hægt að gera á ýmsan hátt t.d að setja upp vefsvæði (vill einhver splæsa?) þar sem hægt er að sækja Remixpack, það væri t.d hægt að setja mörkin við 10 mb af sömplum eða eitthvað.

Jafnvel Raftónlist@Hugi geti staðið fyrir einhverju slíku??

Það er líka til önnur leið sem gæti verið skemmtileg…..“Remixkeðja”

Einhver uploadar tilbúnu lagi og 10 sömplum úr þessu lagi, næsti í keðjunni tekur við og verður að nota a.m.k 5 sömpl og bætir síðan við eftir smekk, þvi næst uplaodar hann laginu og 10 sampla remixpack.

Síðan er hægt að fylgjast með hvernig lagið tekur breytingum og jafnvel velja síðan besta mixið eða eitthvað.

Þetta er kannski eitthvað sem menn hafa engan tíma í (ég hef að minnsta kosti ekkert alltof mikinn tíma í svona vitleysu:)) en ég held að þetta sé ágætis hugmynd engu að síður.

Kommonn….Smá aktifití, Ha?

Svo fyndist mér líka að Hugi ætti að setja upp glugga þar sem hægt er að uplaoda nýju efni sem verið er að kritisera eða eitthvað.

A.m.k er hægt að gera fullt af skemmtilegum hlutum sem fela í sér einhverja samvinnu , feedback ,Diskúteringu o..s.f.r.v

Hmmm?