Bigg arse tónleikar??!!? Hæmm.

Sko.

Kannski hef ég misst af þessari umræðu, ég veit það ekki, en ég var bara að hugsa um þetta áðan.

Ég er nokkuð ánægður með þessi Stefnumót og hina og þessa raftónleika sem poppa upp annað slagið en finnst þó gallinn vera sá að oftast eru frekar fá bönd og í of stuttan tíma. Á síðustu Erveivs var rammagn á Thomsen, og það alveg fínt. Mismunandi mússík o.s.frv. sem gladdi mig dáldið.

En ég var að spá hvort þannig þyrfti endilega að vera á ársfresti og bara þegar útlenskir snápar eru á landinu? Ég væri alveg til í að eyða tveimur kvöldum í röð, jafnvel þremur, í svona mini-rafmagnsfestival. Eða kannski large. Það getur ekki verið mikið dýrara (hlutfallslega) en að taka einhvern scheize-stað eitt kvöld. Eitthvað svona All Tomorrows Parties mínus enska sjávarþorpið og gistingin.

Nema gistingin haldi sér og festivalið verði bara út'á landi?

Ég reikna með að það sé nokkuð lítið mál að fá fólk til að taka þátt í þessu - og gott tækifæri (og skemmtilegt) fyrir þá sem hata að performa á Íslandi við ömurlegar aðstæður (margir á Huga virðast a.m.k. vera sammála um það…).

Mér finnst nefnilega skrýtið ef raftónlistarmenn - eða öllu heldur allt mússíkfólk sem vill búa til mússík og að aðrir heyri hana -snobbi þegar því býðst að performa, en kvarti á sama tíma yfir aðstöðuleysi. Ég reikna ekki með því að byggð verði Tónlistarhöll rafmagns og tilrauna, þannig að fram að því er það bara Hótel Ísland og Inghóll.

Anyways…er þessi hugmynd - sama hversu gömul hún er - bull, eða er hún óframkvæmanleg…eða hvað?