Stefnumót 24. april : Delphi, Mori og Laguz

Fjölbreytni er kjörorð næsta Stefnumóts sem verður
miðvikudaginn 24. april á Gauknum. Það kemur  nefnilega
fram ein hip hop elektro hljómsveit sem heitir Delphi, eitt
elektro band sem heitir Laguz og atvinnukrimminn og hip hop
tónlistarmaðurinn Mori.

Delphi hafa verið starfandi í 3 ár og þykja mjög svo efnilegir,
búa til ansi hressa og skemmtilega samsuðu af hip hop og
raftónlist. “Dinner” rafjazz væri helvíti gott orð yfir það sem þeir
eru að gera, vöktu mikla athygli á Airwaves hátíðinni árið 2000.
Mori er félagi þeirra, á nokkuð vinælt lag á Musik.is,
rappskankar á íslenzku, er að taka þátt í hip hop bylgjunni
sem á miklum vinsældum að fagna nú um mundir.
Raftónlistarmaðurinn Laguz ætlar svo að enda leika, nýr fiskur
í bransanum sem á eftir að flaka, og verður það gert 24. april.
Hann er einnig félagi þeirra í Delphi, verður þetta í raun eitt
stórt vinaStefnumót, og um að gera að láta sjá sig og hafa
gaman því það verður helvíti mikið stuð og stemmnig.
500 kr. 18 ára aldurstakmark, Gaukur á Stöng og frítt inn fyrir
handhafa Atlas og Rautt.