Verð aðeins að vekja athygli manna á skemmtilegustu sequencer græju sem ég hef séð lengi.

Ableton Live er nýr software sequencer sem er ætlað að gera raftónlistarmönnum sem nota græjur eins og Fruityloops og fleiri “tracker” based forrit auðveldara að spila settin sín “live” beint af tölvunni, hægt er að virkja hert hljóð með midi nótu af hljómborði eða beint af lyklaborði.

Fólk sem kaupir sér græjuna fær að auki aðgang að yfir 200 þúsund sömplum á netinu sem það getur væntanlega skoðað innan Ableton þegar 1.5 kemur út.

Ég var að lesa viðtal við Funkstörung(band sem allir alvöru raftónlistarmenn kannast við) og þar töluðu þeir mjög vel um Ableton og hönnuði hennar og mældu eindregið með því að fólk klíkti á þetta.

Auk þess að vera þægilegur sequencer er Ableton líka snilldar upptökuforrit sem þú getur notað til að taka upp live settin þín(ekki á wav format heldur man hún einfaldlega allar skipanirnar þínar(minna cpu)), getur notað innbyggða effekta(sem eru að virka andsk vel) og er að auki VST host sem getur notað allt draslið sem þú elskar úr Frootyhoops.

Ég hvet fólk til að kíkja á http://www.ableton.com/ og kynna sér þetta sem fyrst, “samfélagið” í kringum þetta er ört vaxandi og æ fleirri raftónlstarmenn eru farnir að nota þetta, græjan er ekki einusinni komin úr útgáfu 1.0 og samt er hype-ið komið á fullt.

Ableton er minn guð.