Hermigervill:  1. hluti Jæja, fyrsti skammturinn er nú loks kominn í gagnið eftir mikla baráttu við hin ýmsu lögmál veftækninnar. Eins og lofað var, samanstendur hann af þremur lögum, og er reynt að hafa þau sem fjölbreyttust.

Fyrsta lagið, <a href="http://galileo.spaceports.com/%7Ehgervill/Daudi_feministans.mp3“>Dau&eth;i feministans</a>, er nokkurs konar óður til endurskýrnarinnar. Miðlungshratt lag með fljótandi synthum og skemmtilegu vókali.

Næsta lag er: <a href=”http://galileo.spaceports.com/%7Ehgervill/Flip_Stitch_(in_Ipswich).mp3“>Flip Stitch (in Ipswich)</a>. Það er dálítið generískt, líflaust trommu&bassalag í hraðari kantinum.

Þriðja og síðasta lagið í bili er <a href=”http://galileo.spaceports.com/%7Egervill2/Schitz.mp3">Schitz</a>, sem hallast að því að vera epískt, en þó nokkuð klisjukennt. Einhverntíma sagði einhver að það væri eightíslegt, en það er ykkar að dæma.



Bið ég nú alla að taka upp gagnrýnisvendi sína og flengja mig rækilega með uppbyggilegri gagnrýni. Reyni ég svo að taka henni með jafnaðargeði.

Njótið vel!

(tæknistjóri þessarar greinar var illmenni2)