Raftónlistarkeppni síðasta árs var stóratburður í þessu litla raftónlistarsamfélagi sem hér ríkir á Huga.is. Í henni tóku þátt þónokkrir tónlistarmenn sem hafa nú öðlast dágóða virðingu meðal oss. Þar á meðal Heckle & Jive, Einóma og Prince Valium.
Eitt nafn virðist þó hafa fallið í algjöra gleymsku þrátt fyrir ágætt gengi í þessari keppni. Það er nafn Femínistans hins ógurlega. Gerðist það aðallega af hálfu hans sjálfs, því eftir keppnina ákvað hann sjálfur að láta ekki meira frá sér heyrast, heldur að læra betur á tækin og þroskast andlega (og kannski eilítið líkamlega vonandi).
Núna er stund endurkomunnar runnin upp.

Femínistinn ógurlegi gengur nú undir nýju nafni sem gæti mörgum reynst jafn óþjált og hið fyrra en það nafn er:

Hermigervill.

_________________________________________________________________

Fimmtudaginn 28. mars mun þessari síðu berast grein með tenglum á þrjú ný lög með Hermigervli, og eftir það mun eitt nýtt lag renna í hlað í viku hverri í a.m.k. tvo mánuði.

Er þetta fyrsta stig auglýsingaherferðar Hermigervils áður en hann leggur undir sig gervallan tónlistarmarkaðinn norðan miðbaugs.

Skora ég á alla hugara, unga sem aldna, að gefa álit sitt á nýju nafngiftinni og þessum fyrirætlunum.