Í tilefni greinar Ultima 14.marz langar mér til að varpa fram spurningu(m).

Nú eru tölvur að alltaf að verða betri og þar sem raftónlistarmenn eru svo latir að spila á hljóðfæri, nýta þeir sér tækni morgundagsins til tónlistarsköpnuar. Fyrst var það analog sem allir hafa einhverntíma á lífi sínu snobbað fyrir (ef þeir gera það ekki enn), svo kom midi sem stjórnaði analog-græjunum (og þar með komu lötu tónlistarmennirnir fram :). En svo hættu hljómborðin að vera analog og urðu digital og núna eru bara öll midi-tól orðin digital.

Þar sem allt er orðið digital er þá eitthvað vit í því að vera að eltast við kaupa sér utanáliggjandi samplera og slíkt? Það er greinilegt að algrímarnir í t.d. nordlead er vel hægt að útfæra í hugbúnaði og gera jafnvel betra með tímanum. Samplerar eru náttúrulega bara digital, enginn spurning. Það er líka greinilegt að með forritum eins og Reason munu nánast allir enda með að nota einungis borðtölvu og hágæða output/input til að gera allt.

spurning mín er þá: hvað eru þið að nota? Hversvegna? hvernig?
(hvaða forrit? er digital í tölvu kannski ekki enn jafn gott og í midi græjum? hversu góða tölvu þarf maður að hafa til að vera með jafn gott stúdíó eins og midi stúdíó?)

kær kveðja,
plastik