Nú missti ég algjörlega af umræðunni um skosku rafsnillingana í Boards of Canada, hérna um daginn, en ég er einn af þeim nýbylgjurokkurum sem get verið veikur fyrir draumkenndri raftónlist. Plaid, Spacetime Continuum og Orbital hafa á stundum svínvirkað á mig en Music Has The Right To Children er að mínu mati besta rafplata allra tíma (plötur Kraftwerk og Jarre meðtaldar). Music has…. hefur rúllað ca. þúsund sinnum í spilarann minn síðan ég eignaðist plötuna snemma árs 1999 og á ennþá mikið inni. Heyrði náttúrlega eins og allir fyrst “Roygbiv” og ég kokgleypti þessa yndislegu melódíu. En eftir að fyrstu fjórar mínúturnar af “An eagle in your mind” rúlluðu þá vissi ég að hér var komin ein af bestu plötum allra tíma. Ég á ennþá eftir að kaupa nýja gripinn, Geogaddi, og ég er forvitinn. Hvernig er hún?

p.s. Getiði einnig bent mér á eitthvert annað rafband sem nýtir áhrif úr 80´s heimildar- og náttúrulífsmyndum eins snillllllldddarlega og B.O.C.? Mér finnst ég svifa yfir fjallgarða suðurskautslandsins, heilsandi upp á mörgæsir þegar ég hlusta á Music has… Er ég vangefinn?