Stefnumót Undirtóna halda áfram!
- Miðvikudaginn 27.02.2002 á Gauk á Stöng!

Ný sería af Stefnumótakvöldum Undirtóna er hafin í samvinnu
við Rautt, Atlas og Muzik.is. Framvegis verða kvöldin annan
hvern miðvikudag á Gauki á Stöng.

Þann 13. feb. síðastliðinn fórum við að stað með nýju seríuna
og fram komu hljómsveitirnar Fídel, Náttfari og Ceres 4.
Kvöldið var mjög vel heppnað, u.þ.b 300 manns í salnum og
böndin í þrusu stuði. Dóra Takefusa, umsjónarmaður
Þáttarins á Skjá Einum kom á svæðið og tók púlsinn á
kvöldinu og kom það vel út.

Á næsta Stefnumóti Undirtóna, miðvikudaginn 27. febrúar,
verða helstu raftónlistarmenn landsins með tónleika á efri
hæð Gauksins. Efri hæðin hentar ótrúlega vel til flutnings á
raftónlist og ef miðað er við fyrri kvöld, þá ætti stemningin að
vera mjög góð.

Biogen
Skurken / Prince Valium
Einoma

Biogen þarf vart að kynna. Hann á langan og skrautlegan feril
að baki, hefur samið raftónlist frá því í kringum 1990, þegar
hann stofnaði dúettinn Ajax ásamt Þórhalli Skúlasyni. Það var
strax tekið eftir hæfileikum hans og er hann að vissu leyti
lifandi goðsögn í danstónlist á Íslandi í dag.
Biogen hefur lengi verið kenndur við Thulemusik útgáfuna og
gefið þar út sem Biogen, en þar hafa komið út nokkrar 12“ og
ein breiðksífa sem ber nafnið ”Eternalizer“ - algjört
meistaraverk! Einnig gaf hann út hjá þýska plötufyrirtækinu
Elektrolux undir nafninu ”BABEL“ og bar sú plata ”B-side The
Code Of B-haviour“. Sú plata kom út árið 1997 og er enn í dag
ein af bestu dansplötum sem hefur verið gerð. Hann gaf
síðan sjálfur út plötu á síðasta ári og bar hún nafnið ”You Are
Strange“, mjög framsækinn og ögrandi plata. Á næstkomandi
Stefnumóti ætlar Biogen að spila nýtt efni og veit enginn við
hverju á að búast. Það verður því spennandi að fylgjast með
því sem hann býður uppá.

Skurken og Prince Valium stimpluðu sig sterkt inn á síðasta
ári og fyrsta plata Stefnumóta seríunnar skartaði þeim
tveimur. Sú plata var á mörgum af árslistum síðasta árs og í
fyrsta sæti hjá nokkrum aðilum. Þá unnu þeir hvor í sínu horni,
en á næstkomandi Stefnumóti fáum við að heyra efni sem
þeir unnu saman og er væntanlegt í Stefnumóta röðinni, sem
nú er unninn með aðstoð ”Eddu miðlunar“.

Einóma komu líka fram á síðasta og gáfu út eina 12” hjá
Thulemusik hljómplötum. Það er væntanleg breiðskífa á
þessu ári frá þeim félögum á þessu ári sem Thule mun
einnig gefa út. Einóma leikur mjög taktfasta elektróníku og eru
mjög kraftmiklir á tónlekum. Kvöldið fer fram á efri hæð
Gauksins og verðum við með Skjávarpa á sviðinu sem
videoverkum, sem samin hafa verið við tónlist þeirra, verður
varpað á tjald bak við þá.

Húsið opnar kl. 21:00 það kostar 500 kr. inn. Og athugið, það
er 18 ára aldurstakmark inn á Gauk á Stöng!

ATH! Handhafar Atlas kortsins og fyrirframgreiddu gsm
þjónustunnar Rautt fá frítt inn á Stefnumótin gegn því að sýna
það í afgreiðslunni.

kveðja,

Undirtónar // Rautt // Atlas // Muzik.is // Gaukur á Stöng