Næstkomandi föstudag kemur út nýr geisladiskur sem nefnist
YAGYA - THE RHYTHM OF SNOW.

YAGYA ( Aðalsteinn Guðmundsson ) hefur síðasta áratuginn
gefið út mikið af raftónlist undir nafninu Plastik og sem annar
helmingur Sanasol, en THE RHYTHM OF SNOW er fyrsta
eiginlega sólóplata hans.

Tónlist YAGYA er á ambíent línunni en með þéttum
minimalískum ryþmum og áherslu á fallegar melódíur. Er
engu líkara en að hinn hlýji hljómur YAGYA
sé dúðaður í bómul eða umlyktur þoku og vatni og svífi í
tímaleysi snjóflögunnar.

Það er hið virta útgáfufyrirtæki FORCE INC. sem gefur út
YAGYA, en það þýðir að THE RHYTHM OF SNOW er dreift út
um allan heim. Þess má geta að FORCE INC. hefur sérstakt
dálæti á íslenskri raftónlist og hefur áður gefið út tónlist með
EXOS og Stilluppsteypu, auk þess sem að á næstu vikum
kemur út geisladiskur með OZY.

Í tilefni af útgáfu THE RHYTHM OF SNOW verður haldin veisla
í geisladiskaverslun 12 TÓNA við Skólavörðustíg, nk. föstudag
á milli 17-18. Þar verður platan kynnt, dreypt verður á
veglegum veitingum hússins og eru allir hjartanlega
velkomnir.

Allir að mæta!