Villuvarpið-allar tegundir íslenskar raftónlistar Skynvilla kynnir Villuvarpið

Tilgangur Villuvarpsins er að gefa góðri raftónlist af íslenskum uppruna hljómgrunn og draga saman undir einn aðgengilegan hatt það frambærilegasta, sem fyrirfinnst í annars grýttum tónlistarjarðvegi landans.
Nokkrir af þeim listamönnum sem kynntir eru á Villuvarpinu eru meðlimir Skynvillu, það er þó ekki krafa fyrir því að fá sinn sess á varpinu. Meðal Villuvarpslistamanna má nefna Nanogod, Chico, VDE-066, Frank Murder, Krilli Dreamspy og fleiri.
Ef þið eruð að búa til tónlist og viljið vera með á Villuvarpinu, sendið þá á okkur póst á villuvarpid@skynvilla.is.