Ég man þá nú haustdaga árið 1996 þegar ég stillti útvarpið mitt á gamla Xið eitt kvöldið og fann sundurrifinn bassa nærri sprengja í mér hljóðhimnurnar. Mér krossbrá og ég hlustaði áfram spenntur. Hvaða þáttur var þetta eiginlega? Þessi tónlist var mér nú ekki ókunnug en aldrei hafði ég heyrt svona grjótharða raftóna sigla á bylgjum útvarpsins.
Eftir langt og feitt lag hóf frekar hás náungi að kynna lagið, Dillinja var artistinn, fílaði hann strax. Addi var hási gaurinn og einhver annar með honum sem hét Eldar og leit út eins og Ronaldo (hoho)

Ég hlustaði áfram eins og dáleiddur og lét mata mig á ljúfum og hörðum tónum allt til klukkan eitt um nóttina. Næsta fimmtudag kveikti ég aftur á græjunum og sat eins og messu með fingurinn á Record takkanum og kassettu tilbúna í.
Þetta voru góðir dagar, en því miður virðist þeim lokið, eða hvað?

Nú væri gaman að vita, er Skýjum Ofar “a thing of the past”?
kemur þessi þáttur aftur? Maður tók eftir því þegar Múzik kom í loftið að á heimasíðu muzik.is voru planaðir Skýjum Ofar þættir trekk í trekk í nokkra mánuði, alltaf var því frestað.
Það er sorglegt að horfa upp á útvarpsmenninguna í dag, fyrir utan Muzik auðvitað er lítið til að japla á í útvarpinu. PZ er ágætis þáttur ennþá en hve lengi endist það?

Nú spyr ég aftur þáttastjórnendurna Eldar og Adda, er þátturinn dauður og grafinn eða er hann á leiðinni aftur í loftið í framtíðinni?


Kveðja, einlægur aðdáandi (æj var þetta ekki dætur endir, eins og úr fan-meili :) )

Glúbbi
—–