Ný plata frá Boards of Canada 2002 verður gott ár….af hverju? Jú, snillingarnir í Boards of Canada gefa út nýja breiðskífu sem lítur dagsins ljós seinni partinn í febrúar. Þeir hafa haft frekar hljótt um sig upp á síðkastið en dúkka síðan alltíeinu upp með plötu, sem fengið hefur nafnið ‘Geogaddi’ og er fyrsta breiðskífa þeirra í tæp fjögur ár eða síðan meistarastykkið ‘Music Has the Right to Children’ kom út hjá Warp….Jólin koma snemma í ár!