einusinni þegar ég var lítill fékk ég diskinn icerave gefins - held ég hafi átt afmæli eða e-ð
hlustaði doldið mikið á hann eins og fleiri held ég og fannst hann fínn - fekk doldið leið og ákvað að það væri góð hugmynd að SELJA hann

þannig að bragi vinur minn fékk hann keypis á þúsundkall og ég þurfti ekki að pæla meira í honum

þangað til nú fyrir stuttu (eiginlega í gær bara) að ég fékk lánaða feita möppu af mp3diskum hjá vini mínum (bigup þúveisthverþúert) og viti menn: á einum disknum situr gamli góði icerave, upphresstur fyrir internetkynslóðina mig

copy, enqueue, play

ah oj skippa yfir fyrsta lagið: pís of keik var dauðans
m … fyndið íslenskt óldskúl næst … jáh … forget your name … bumm bumm rumm etc.
hlust skip hlust skip
mm hlust skip
Hlust?
WTF!?

þá hafði ég semsagt gleymt … Málinu.

Hvaða máli?

Þessu hér máli:
C:\mp3\Icerave\05 - Íslenskir Tónar - Kafé Rave.mp3

hvað VAR þetta?
ég held ég hafi aldrei í minni tíð náð að hlusta á lag númer fimm eða tólf í gegn

maður svosem skilur pís of keik dótið en
ef einhver hefur haldbærar upplýsingar um það hvað þetta íslenskutónadótarí var að gera á disknum má hann endilega fræða okkur hin

en jamm ég kláraði að hlusta á diskinn - reyndar frekar hissa yfir þessum óvænta slæmuminningauppgreftri - og komst að því að mig minnti rétt: S.A.D. með mind in motion var í alvörunni besta lagið ;)

plan b - star trip er líka skemmtilegt :D

mæli með því að þeir sem komast með puttana í þennan disk eða einhverskonar afleiður af honum, spólur eða mp3kyns, næli sér í hann og rannsaki nánar þennan stórmerkilega grip
því það er jú eiginlega alveg bara merkilegt að hann hafi verið gefinn út til að byrja með
stórmerkilegt fyrrverandi tímanna tákn: litlir pjakkar í fresh jive hettupeysum að búa til undarlegar afbakanir á acen & altern8, gefnir út af Björgvini Halldórssyni (minnir að nafnið hans hafi verið þarna einhverstaðar)

og þetta stórmagnaða cover!
-k-