Ég verð að mæla með plötu sem að ég fékk hérna um daginn. Hún heitir Leðurstræti.
Öll lögin á plötuni bera nafnið leðurstræti og eru samin af bræðrunum og leðurverunum Arnari Guðjónssyni(Vynilara og óperuunnanda) og svo hins vegar leðurverunni Sigurði Guðjónssyni ( fyrrum Cranium meðlimur, 2001, Fallega gulrótin, rafmagnssveitin)
Það verður að segjast eins og er að þegar að þessir bræður bræðast þá verður einhvers konar yfirbræðningur í hausnum á manni og bróðurparturinn af manni hreinlega tjúllast.
Sigurður hefur náttúrulega alltaf verið langt á undan sinni samtíð í tónlistarsköpun, og má meðal annars geta þess að lengi vel var þessi drengur að búa til raftónlist á Goldstar fermingargræjurnar sínar, sem enn þykir frambærileg raftónlist.

Þessi plata er unnin fyrst og fremst sem partur af heild þar sem að Sigurður er í myndlistarnámi og kemur það vel fram hversu myndræn tónlistin er og myndi hvaða kvikmyndagerðarmaður sem er prísa sig sælan fyrir að hafa slíkan dreng innanborðs. Eiginleg þarf að látan kvikmyndaheiminn vita að þessir bræður séu til því við gætum átt von á miklu betri kvikmyndum fyrir vikið.
Leðurstræti er mjög drungalegur diskur sem innheldur allt það svartasta sem býr í innstungunum okkar. Það má eiginlega segja að fyrir þá sem telja að Landsvirkjun sé einn af bústöðum Satans þá er þetta beintenging frá helvíti, því ekkert er dregið undan. Diskurinn fæst í japis og það eru ekki mörg eintök til.
Fyrir ykkur sem haldið að lífið sé of stutt fyrir íslenska raftónlist þá getiði allt eins bundið enda á það núna því þessir drengir færa þennan geira á annan stall, þetta eru sko engvir mjaðmadillandi stússígæjar sem fá ennþá fermingarpeninga frá mömmu og pabba vikulega. Þetta eru leðurtöffarar af hörðustu gerð sem þurfa ekkert andskotans klapp á bakið, þeir eru lítið gefnir fyrir snertingu. Þeir elska veturinn og sameinast nóttinni oftar en ekki á einmannalegum göngum sínum um Laugarveginn. Tjékkið á þessu