.Massive Attack. Massive Attack:

Massive Attack var stofnuð árið 1983 þá þekktir sem Wild Bunch.
Massive Attack sköpuðu tónlistarstefnuna tripp hopp líka þekkt sem “Bristol sound” þar sem hljómsveitin er frá Bristol.Og höfðu áhrif á margar hljómsveitir eins og Portishead,sneaker pimp's,Morcheeba og Zero 7.
Hljómsveitin er fræg fyrir fjölbreytileika og blanda þeir oft margar tónlistarstefnur saman eins og reaggi,jazz,hipp hopp, classic og drum and bass.

Fyrsta plata Massive Attack kom út árið 1991 og hét blue lines sú plata er gjörsamlega snilld, þekktasta lagið af þeirri plötu og gerði massive attack virkilega þekkta og var lagið Unfinished Sympathy. Síðan var lagið #safe from harm# mjög vinsælt og margoft remixað.

Þremur árum seinna gáfu þeir út plötuna Protection sem var ekki jafn vinsæl og blue lines en þrátt fyrir það algjör snilld. Protection fékk frábæra dóma og er að finna á þeirri plötu lagið karmacoma, sem varð þekktasta lagið af þeirri plötu.

1997 kom út platan Mezzanine sem er þekktasta plata massive attack, Mezzanine seldist mjög vél og þótti ein besta plata sem hafði verið gefinn út í langann tíma. Mezzanine er mjög svöl dark and moody plata. Mörg lög af þeirri plötu hafa meðal annars verið notuð í kvikmyndum og auglýsingum. Angel,Risingson,Teardrop og Inertia Creep's (sem er eitt af upáhaldslögum mínum) urðu hittarar og voru míkið spiluð í underground clúbbum víða um evrópu.

síðan liðu mörg ár 6 til þess að vera nákvæmur þangað til næsta plata þeirra kom út.
100th window hét sú plata og fékk misjafna dóma. 100th window var als ekki mainstream og seldist ekki nógu vél. Að mínu mati er 100th window ein besta plata þeirra. Og eru á þeirri plötu snilldarlög eins og Butterfly Caught, Special Cases, Future proof og what your Soul sings sem Sinead o' connor singur á.
Eftir 100th window fóru Massive attack að vinda sér í að semja kvikmyndatónlist og hafa þeir meðal annars nokkur lög í myndinna Blade 2 ( I against I með Mos Def )
Og sömdu þeir alla tónlistina í Danny the Dog (sem er líka þekkt undir nafninu Unleashed)

Núna á þessu ári kom út Massiv Attack-collected platan sem er safnplata, á þeirri plötu er hægt að finna öll vinsælustu löginn þeirra, þót að það eru fjölmörg frábær lög sem vanta á hana. Besta við collected er að það eru þrjú ný lög að finna á henni Joy Luck Club, Sly og Live With me sem eru öll alveg frábær. Eins og er er massive attack að vinna að nýjustu plötuna sína sem á að koma út í býrjun næsta árs.
Massive attack er búinn að vera Upáhaldstripphopp hljómsveitin mín frá því að Blue Lines kom út.
Því miður virðist vera að massive attack ná als ekkert að slá í gegn hérna á íslandi þar sem fólk hérna virðist vera allt of upptékið við að hlusta á einfalda tónlist á bak við 50 cent, scooter og eithvað trash metal rusl.
Ég allavega get ekki beðið þangað til 16 ágúst rennur upp þar sem ég verð þá ásamt félaga mínum í düsseldorf þýskalandi á tónleikum með Massive attack og Dj Shadow.

Aðarar Tripp Hopp Hljómsveitir sem ég mæli með. eru eftirfarandi :
Sneaker Pimps, Morcheeba, Portishead, Zero 7, Lamb, Tricky (fyrirverandi meðlimur Massive Attack og The wild bunch), Thievery Corporation og Dj Shadow. Ég er örugglega að gleyma einhverju hérna.

Takk Fyrir. Vona að ég hafi vakið áhuga ykkar á því að hlusta á massive attack.