RAFTÓNLEIKAR Á GRANDROKK 22. APRÍL Laugardaginn 22.april mun Techno.is halda raftónleika á Grandrokk með erlendu og innlendu innihaldi.
Tónleikarnir byrja stundvíslega klukkan 23.00 og kostar 500 krónur inn.
Fram koma Worm is Green, Tonik, Ruxpin og Kaido Kirikmäe.


Tonik

Tonik er raftónlistarapparat sem hefur margbreitilegan fjölda flytjenda. En forseti Toniks er Anton Kaldal Ágústsson og er búinn að vera gera raftónlist í meira en 10 ár. Tonik fékk mikið lof fyrir plötu sem hann gaf út er bar nafnið technotæfa en meðlimir Toniks verða þrír að þessu sinni. Tónlistina má flokka sem tölvutónlist með einstaka lifandi hljóðfærum, enda munu gitarleikari bassaleikari aðstoða kappann.

Ruxpin

Jónas Þór Guðmundsson er færasti raftónlistarmaður Íslands og hefur sýnt það og sannað í gegnum tíðina. Ruxpin hefur spilað víða erlendis og gefið út fjórar breiðskífur og fjölda smáskífa. Þess má geta að sú fimmta er rétt óútkomin á útgáfufyrirtækinu Elektrolux.
Hann einnig verið iðinn við danstónlist í gegnum tíðina og hefur verið í efstu sætum á vinsældarlistum hjá köppum eins og Dave Clarke, Lee burridge og Darren Emmerson hjá Underworld.
Ruxpin skilur einnig eftir sig fjöldann allan af endurhljóðblöndunum og þá einmitt hjá íslenskum sveitum eins og Sanasol, Gus Gus, AMPOP og Worm is green.Worm is green

Worm is green er hljómsveit sem er ættuð, barnsborin og uppalinn á Akranesi.Um er að ræða lifandi raftónlist í hæsta gæðaflokki með lifandi hljóðfærum, bassa, trommuleik og söng.
Þessi sveit hefur að geyma Árna Teit Ásgeirsson, Vilberg Rafstein Jónsson, Bjarna Þór Hannesson, Þorsteinn Hannesson og Guðríði Ringsted. Þau hafa gefð út tvær breiðskífur er nefnast Automagic og þá nýju Pushplay. Fyrir þá fyrrnefndu fengu þau gríðarlega góða dóma og spiluðu þau víða erlendis til að kynna plötuna. En nú er einmitt verið að gera endurhljóblöndunar útgáfu af seinni breiðskífu sveitarinnar sem inniheldur séríslenskar útgáfur eftir tónlistarmenn á borð við Ruxpin, Bix og Biogen. En Worm is green eru einmitt að gera sig klára fyrir fleiri heimsóknir erlendis á næstunni þannig að það er mikið að gerast hjá sveitinni sem ætlar að hita sig up fyrir það á Grandrokk 22. april.


Kaido Kirikmäe


Kaido Kirikmäe er stærsti og umfangsmesti raftónlistarmaður Eistlands. Hann hefur verið að halda rafsenunni uppi þar í landi og rekur eigið útgáfufyrirtæki, Kuurortrecords ásamt því að vera með geysivinsælan útvarpsþátt í ríkisútvarpi Eistlands. Kaido Kirikmäe er að spila á Íslandi í annað skiptið og mun spila “live organic electroníska tóna” en hann spilar einnig með Roni Size á Nasa 19.april. Kaido Kirikmäe er 35 ára gamall og byrjaði kappinn að gera tónlist árið 1991. Hann byrjaði svo að þeyta skífum árið 1994 og tók virkann þátt í danstónlistarmenningu Evrópu, spilaði þar víða en þróaði loks sinn stíl yfir í raftóna með lágstemmdri naumhyggju.