- Enginn þarf að vera heima að horfa á sjónvarpið á 
fimmtudögum!
BRAVO , klikkað djamm - ALLTAF á fimmtudögum!
- fimmtudagskvöld frá kl. 22:00 -02:00 á Kaffi Thomsen 
- 18 ára aldurstakmark!
NICOLETTE_sérstakur útlenskur gestur, 
ATINGERE_sérstakur íslenskur gestur, 
EXOS_Bravo DJ, 
ÁRNI VALUR_ Bravo DJ, 
BIOGEN_videólist!
- Meira um Nocolette frá Reykjavik.com
   Breska söngkonan og plötusnúðurinn Nicolette skrapar 
plötur á næsta Bravo kvöldi. Meðal þess sem hún hefur unnið 
sér til frægðar er að syngja inn á lög Massive Attack og setja 
saman mixdisk í safnplötuseríunni DJ Kicks. Auk hennar mun 
raftónlistarmaðurinn Antgere og plötusnúðurinn Árni Valur 
skemmta fólki á Bravo. 
Alþjóðlegur bakgrunnur Nicolette skilar sér oft í tónsíðum 
hennar. Hún er fædd í Glaskow, Skotlandi, en uppalin í 
Nígeríu, Frakklandi, Sviss og Wales. Hún hóf tónlistarferil sinn 
í hljómsveitinni Calliope í Cardiff, Wales, en hóf stuttu síðar 
sóló-feril hjá plötútgáfunni Shut Up and Dance í London. Þar 
bjó hún til rave og hardcore lög sem stundum voru undir 
miklum reggí, dub og afrískum áhrifum. Sum þessara laga, 
eins og “Wicked Mathematics”, “I Woke Up”, “Dove Song” og 
“O Si Nene” sem þykja klassísk í þróun breakbeat 
tónlistarinnar, eru á fyrstu breiðskífu Nicolette, Now is Early, 
sem kom út árið 1992 og var endurútgefin fimm árum síðar. 
Árið 1994 söng Nicolette inn á Protection skífu Massive Attack 
og í kjölfarið fylgdu verkefni fyrir 4-Hero, Plaid. Árið 1995 
skrifaði Nicolette undir samning við hina virtu Talkin Loud 
plötuútgáfu og sama ár kom EP platan No Goverment út. Ári 
síðar kom svo hennar önnur breiðskífa, Let No One Live Rent 
Free in Your Head , sem innihélt nokkurskonar jungle, techno, 
ambient, soul bræðing. Meðal þeirra sem rétta Nicolette 
hjálparhönd á plötunni eru Alec Empire, Plaid, Felix og 
4-Hero.
Nicolette hefur verið upptekin við ýmis verkefni síðustu ár, en 
ekki enn fylgt Let No One… plötunni eftir. Árið 1997 gaf hún út 
mixplötu í útgáfuseríunni DJ Kicks og fylgdi þar með í kjölfar 
Carl Craig, Thievery Corporation og Stereo MCs sem allir hafa 
gefið út DJ Kicks plötu. Sagan segir að hún sé hér á landi til 
að vinna með íslenskum tónlistarmanni að lögum fyrir 
væntanlega breiðskífu.
Bravo fer fram á næturklúbbnum Thomsen . Kvöldið hefst 
klukkan 22:00 og stendur til 02:00. Aðgangseyrir er 500 
krónur. Nicolette mun einnig spila á Vegamótum um helgina! 
- EÁ- 
Það er að fara myndast ansi skemmtileg stemmning fyrir 
fimmtudagsdjammi, þar sem skemmtunin snýst meira um 
tónlistina heldur en drykkju. Er ekki málið að hvetja Borgina til 
þess að halda þessum kvöldum á þessum opnunartíma, þar 
sem þau virðast vera að lukkast ágætlega. Í kvöld er t.d einnig 
að finna electrokvöld á 22 og þar eru breakbeat væn kvöld 
orðin vikuleg.