Ég er búinn að vera að skoða þetta mál og mig vantar fólk sem vill spila.. við erum að tala um ca. klukkutíma á mann og ætla ég að reyna að fá NASA… ég er að fara að tala við umsjónarmann NASA á morgun og kynna þetta fyrir honum og reyna að fá góðan tíma.. Það eru búnar að vera hugleiðingar að fá föst. 19 ágúst, en til þess að geta fengið þau nöfn sem ég vil fá þá gæti verið að það dragist fram í byrjun september…
Hugmyndin er að hafa ókeypis inn og að hafa einungis íslenska tónlistarmenn og er þetta allt gert til að kynna íslenska raftónlist og auðvitað að halda skemmtilegt kvöld þarsem fólk getur komið og skemmt sér…
Stemmt verður á að ná í það minnsta 500 manns til þess að geta haft ókeypis inn og held ég að það ætti ekki að vera mikið mál ef við leggjumst öll á eitt við að kynna þetta vel og ef ég næ í það fólk sem ég vill ná…
en þeir helstu sem eru búnir að sýna þessu áhuga og eru tilbúnir til að mæta eru: Thor, Blake (væntanlega live sett með Árna kristjáns), Funk Harmony Park (fæ það staðfest í vikunni) og Ruxpin,.. ég á eftir að ræða við fleiri um þetta, enda er þetta allt á byrjunar stigi…

Þannig að mig vantar tónlistarmenn sem vilja spila .

hægt er að hafa samband við mig í gegnum olaf(at)techno.is ef þið viljið spila, og ef ég hef ekki heyrt efni sem þið eruð að gera þá væri fínt ef þið getið annaðhvort sent á mig link á lögin ykkar eða sent mér eitthvað í fyrrgreint email…
hello hugi!