Jæja, hvað finnst ykkur um ástand íslensku raftónlistar senunnar. Oft hef ég mætt á eða haldið raftónlistarkvöld hérna í Reykjarvík, og hefur mætingin oftar en ekki verið til háborinnar skammar. Er málið að fólk bara nennir ekki að drattast á lappir og skoða hvað er að gerast hjá íslenskum artistum.
Við íslendingar eigum nú að þykja mjög framarlega í tónlistarsköpun, og í rauninni hvaða sköpun sem er. Það er einsog það þurfi eitthvað nafn einsog Björk eða Sigurós til þess að fólk nenni að hreifa sig, en þá er það líka til að borga 6-7000 krónur til að láta skemmta sér í smá tíma.
Við eigum eitthvað af þeim skemmtilegustu og framsæknustu raftónlistarmönnum sem að evropa er að gefa af sér um þessar mundir, en útaf því að þeir eru ekki búnir að gefa út plöturnar sínar í þúsundum eða milljónum eintaka, þá gæti fólki ekki verið meira sama.

Hvað eigum við að gera í þessu ?