Ég kynntist rafdúetnum Boards of Canada fyrir nokkrum árum. Fékk þá í hendurnar plötuna Music has the right to children, fannst þetta helv. nett plata og hlustaði á hana í gríð og erg. Sum lögin minntu mig einhverja hluta á barnæsku mínu og á að það hvernig það var að vera barn, á meðan önnur voru kaldræn og soldið sinister, en einstaklega töff engu að síður.
Stuttu eftir það þá kom út platan Geogaddi, óður og uppvægur hringdi ég og pantaði hana frá 12 tónum að mig minnir (bjó út á landi á þessum tíma).

Ég var dolfallinn við fyrstu hlustun, strax þegar introíð byrjaði, en það var auðvitað lagið “Ready lets go” og þegar “Music is Math” byrjaði þá var ég kominn í trans-kennt ástand og erfitt var að eiga við mig samskipti af sökum þess hversu góð mér fannst tónlistin vera.
Ég nauðgaði plötunni töluvert og hafði hana í geislaspilaranum hvert sem ég fór, hvort sem það var í göngutúr, í bíltúr eða í heimsóknir… Eftir þó nokkra hlustun fór ég að taka eftir því að það var ýmislegt í gangi á “bakvið” tónlistina. Undarlegar brenglaðar raddir sem varla var hægt að greina hvað sögðu og ýmis suð og sarg. Ég setti þá Music has the right to children aftur á fóninn og þar var það sama uppi á teningnum, strax duttu mér í hug gömlu kellingasögurnar um földu skilaboðin í rokktónlist og því.
Í forvitni minni skellti ég mér á google og sló inn leitarorðin “boards of canada subliminal” og viti menn, ég komst inná mjög athyglisverða síðu með vissum fróðleiksmolum. En fyrir þá sem nenna ekki að lesa vitleysuna úr mér geta skellt sér beint á síðuna og séð þetta sjálfir.



En allavega, hérna er smá yfirferð yfir hin undarlegu skilaboð í tónlist Boards of Canada, sem mér fannst ansi truflandi í reyndinni… og sérstaklega því meira sem ég hlusta á tónlistina þá tek ég alltaf meira og meira eftir þessu.

Fyrir það fyrsta, þá eru meðlimir Boards of Canada (Mike Sandison og Marcus Eoin) víst mjög trúaðir, en ég veit að vísu ekki hvaða trúarbrögð þeir aðhyllast en það breytir víst litlu. Þeir eru skoskir báðir og bjuggu saman í Canada þegar þeir voru yngri. Þeir hafa oft sagt í viðtölum og tónlistin þeirra sé sprottin frá heimildamyndum sem Nefndir Canada styrktu, samanber nafnið, og einnig lagið Dandelion þar sem Leslie Nielsen er að tala um hraun og eldgos (klippur úr gamalli heimildamynd).

Í laginu 1969 af Geogaddi, heyrist í bakgrunninum vera talað um Branch Davidians, en það var sértrúarsöfnuðurinn sem lést í átökum við lögreglu í Waco, Texas, þeir höfðu skvett bensíni út um allt og þegar lögreglan skaut in táragasi þá fór allt til fjandans.
Lengin á laginu er 4 mínútur og 19 sekúndur, en þetta gerðist 19 Apríl.
1969 var árið sem Manson morðin gerðust, og einnig sama ár sem táragasið var notað í Waco átökunum var bannað í átökum við “erlenda ógn” (herátök og þ.h).
einnig hef ég heyrt að ef maður snýr röddinni sem er keyrð í gegnum vocoder segir hún “David Koresh” sem var spámaður Branch Davidians safnaðarins.
Árið 1969 er árið sem Kirkja Satans var stofnuð.

A is to B as B is to C
Þarna eru mikið af hlutum að gerast í bakgrunninum, það eru raddir spilaðar afturábak sem segja “We love you all”, hundar að gelta og tengsl við gullinsniðið, en það er rosalega mikið af stærðfræðitilvísunum í lögum með BOC.

You could feel the Sky
Setningin “a god with hooves” heyrist tvisvar í laginu, spilað afturábak, sumir halda því fram að þetta sé tilvísun í Pan, eða einhvern annan náttúruguð, því að BOC eru mikil náttúrubörn og vilja helst vera út í sveit.

Music is Math
Setningin “the past inside the present”, en þetta er setning eftir Bertolt Brecht, sem var þýskur marxisti og leikritahöfundur sem fór í sjálf-útlegð (self-exile) til skandínavíu 1933, bækur hans voru brenndar í þýskalandi og ríkisborgararéttur hans afnuminn.
Boards of Canada eru víst þekktir fyrir það að vera í “sjálfs-útlegð” og eru með miklar skoðannir á ritskoðun. Þó að ég hafi ekki fundið neitt efni sem styður þetta, en kannski leitaði ég bara ekki nógu vel.
En hér gefur að sjá setninguna í fullu samhengi:

“The postmodern suspension of the past inside the present can actually be traced to Brecht, particularly to his realization that the rapidity of change and the increase of knowledge in the modern world have forced us to see history in a new light: not as a finalized past but as a process in which the new continuously transfigures the old.”

In a Beautiful place in the Country
Mér finnst þetta eitt óhugnarlegasta lag BOC. Setningin “come out and live with a religious community in the country” er spiluð aftur og aftur (eða söngluð) í gegnum undarlegan effect.
En setningin “a beautiful place in the country” er bein tilvísun í konu (Amo Bishop Roden) sem tilheyrði Branch Davidians söfnuðinum, og lýsti hún heimili safnaðarins í Waco, Texas sem fallegum stað í sveitinni.
Á umslagi smáskífunar sést hægra auga David Koresh, en hann var yfirlýstur spámaður (prophet) Branch Davidians safnaðarins.
Einnig er lagið Amo Bishop Roden tribute til konunar nefnd hér að ofan, en hún lýsti Búgarði Koresh sem fallegum stað í sveitinni og mynd af henni er á bakhlið smáskífunnar.

The devil is in the details
fæ alltaf gæsahúð þegar ég heyri þetta lag, en afmyndaða og brenglaða röddin er víst upptaka frá dáleiðslutíma, prufaðu að hlusta á lagið og einbeita þér að röddinni

Marcus Eoin sagði í viðtali að þeir tryðu því að það væru öfl í tónlist sem væru næstum yfirnáttúrleg, og að hann héldi að maður gæti stjórnað fólki með tónlist að það væri það sem þeir væru að reyna að gera. Að dáleiða fólk með tónlist eða földum skilaboðum sem þeir hafa viljandi sett í tónlistina. Einnig sagði hann að oftast væri þetta bara einkahúmór til að sjá hverju þeir geta laumað í lögin.

Sagt er að hægt sé að finna gullinsniðið í mörgum lögum BOC, til að ákveða lengd á lögum, semja melódíur og stilla bylgjulengdir.

Hlustunartími Geogaddi er 66:06 mínútur… það eru 23 lög, tala sem á að vera heilög occulistum.

Boards of Canada semja víst alla sína tónlist í Hexagon Sun Studios, sem er einmitt, fallegur staður í sveitinni.

Þetta voru allavega nokkur brot af því besta sem ég fann um BOC og undarleg skilaboðin í tónlistinni þeirra. Ég fann allt af þessu í síðunni sem er hérna fyrir ofan, ég þýddi þetta bara og endurorðaði eftir mínu höfði. Mig langaði að vita hvort það væru einhverjir fleiri sem hefðu tekið eftir þessu.