Ok. Ég er nú ekki mikið inní þessum raftónlistargeira en ég hef verið að fylgjast með þróun softsyntha á móti harware syntha síðustu ár. Ég vildi bara benda á hugbúnað frá Native Instruments sem er hrein snilld (fæst í Tónastöðinni). Hljóðin eru frábær út þessu og það er hægt að plögga þessu öllu inn í Cubase… forritin frá NI styðja flest öll VST2.0. Sumir þekkja eflaust forritið Reaktor sem er ekkert nema hrein snilld en kannski svolítið flókið fyrir byrjendur.

Ég var einfaldlega dolfallinn þegar ég heyrði sándin úr þessu og mér var sagt að þetta væri software.

Heimasíða NI er
http://www.native-instruments.com

Hér eru nokkur hljóðdæmi.

Hér er B4(Hammond gervill) að verki. Mjög flott sound.
http://www.simnet.is/snorrih/everblues.mp3

Hér er B4 og Pro52 plöggað inn í Cubase. Soundar mjög vel
http://www.simnet.is/snorrih/b4_pro52.mp3

Hér er Reaktor 3.0 plöggað inn í Cubase að verki.
http://www.simnet.is/snorrih/cool_house.mp3

Hér er Traktor að verki sem er DJMix forrit. Nokkuð skemmtilegt forrit.
http://www.simnet.is/snorrih/TracktorDemoMix.mp3

Hvað segið þið, hvað finnst ykkur svo um þetta?