Íslenski rafdúettinn Adron gerir allt vitlaust í Japan Adrone er ein öflugasta rafhljómsveit Íslands þrátt fyrir að vera nokkuð óþekkt á hérna heima fyrir.
Þeir hafa þó spilað á þónokkrum tónleikum í Reykjavík með tónlistamönnum eins og Biogen, Ruxpin, sk/um, Einóma og Exos og komið fram á stöðum eins og Kapital, Vídalín og Grandrokk svo eitthvað sé nefnt.

Hljómsveitin er nú starfandi í Danmörku en þar spilaði hún á dögunum við ótrúlegar undirtektir á Component U 64 sem er hátt skrifaðasta rafræna klúbbakvöldið í Kauðmannahöfn.
Ekki nóg með það heldur eru kapparnir að leggja af stað yfir í aðra heimsálfu því Japan er næst á dagskrá þar sem þeir félagar koma fram á þremur tónleikum í höfuðborginni sjálfri Tokyo.
Drengirnir eru búnir að vera bræða saman tónlist síðustu 4 árin, og núna uppá síðkastið í studioinu sínu í kaupmannahöfn.

Adron er skipað af þeim Ívari Sturlu Sævarsyni og Þorgrími Einarsyni og leggja þeir allan sinn metnað í að skapa formúlulausa tónlist sem inniheldur kraftmikkla elektróník. Þeir ná þó með eftirminnalegum hætti að kreista fram ákveðið líffom úr sköpunarsmíðum sínum með rafrænum tilþrifum.

Fylgist vel með snillingunum í Adron en nánari upplýsingar um sveitina er að finna á www.techno.is en þar er einmitt hægt að niðurhlaða lögum með köppunum.
Einnig er vert að athuga www.guidelines.cc fyrir frekari upplýsingar um Adron ásamt frábæru myndbandi sem hægt er að niðurhlaða hér að neðan.

Myndband :

http://techno.is/video/sidur/adron_musikvideo.htm

Nánari upplýsingar :

www.techno.is
www.guidelines.cc
www.exosmusic.com