MidiJokers á Skemmtistaðnum 22

Vegna þess hversu góðar móttökur MidiJokers fékk á nýafstaðinni Airwaves hátíð, þá munu þeir mæta aftur til leiks á skemmtistaðnum 22 á föstudagskvöldið 29. Október. Herlegheitin byrja kl. 00:30 og lofa þeir að gera allt vitlaust með brjáluðum töktum og þéttum rímum.

Hverjir eru MidiJokers?

MidiJokers er eitt frumlegasta Hip Hop bandið á Íslandi í dag, þeir spila samsuðu af Electro og Hip Hop tónlist. Þeir hafa lengst af verið raftónlistarband en eru núna að vinna í Hip Hopi og er breiðskífa væntanlega á næstunni, einnig er glænýtt myndband á leiðinni.

MidiJokers var stofnað 7. Nóvember af þeim MC Battlecatog Knob Fiddlen . Þeir byrjuðu á að halda klúbbakvöld undir nafninu Beatkamp og hafa flutt inn ekki ómerkari tónlistarmenn en sjálfa stofnendur Warp plötuútgáfunnar ásamt mörgum af listamönum Warp m.a. Nightmares On Wax og Chris Clark. Þeir hafa einnig spilað með Red Snapper, Felix da house cat og DMX crew. Mc Esenz er svo nýjast meðlimur MidiJokers og með tilkomu hans eru þeir orðnir enn þéttari og sviðframkoma þeirra er mikil skemmtun.

MidiJokers er hljómsveit sem fólk ætti hiklaust að veita athygli og hvetjum við alla til þess að mæta á 22 á föstudagskvöldið.

hehehehehahahaha

da jokers :Þ