Ég er að semja einhversskonar indie rokk (spila á gítar) og mig langar að notast við tölvu til að spila trommur og önnur hljóð þegar ég vonandi spila á tónleikum í framtíðinni.

Hvaða forrit eru stóru hljómsveitirnar að nota á tónleikum? þ.e. bönd sem notast bæði við live hljóðfæri og tölvu. Ég er með makka og langar að taka upp á Logic Pro ..notar maður kannski það forrit bara? Ég sá t.d. tónleika með The Kills einu sinni og þau byrjuðu að spila og trommurnar (sem voru úr tölvu) komu á réttum tíma inn í lagið, gaman væri að vita hvað forrit þau nota.

Núna er ég algjör nýgræðingur á þessu sviði og mig langar að vita allt um hvernig þetta gengur fyrir sig ..allt frá því að taka upp tónlist og að spila hana á tónleikum. Þar sem ég er með makka þarf ég að fá svör með hann í huga :)