Ég er svo búinn að fá nóg af öllu þessu kjaftæði sem er verið að tala um á korknum!

“Prodigy er ekki Raftónlist”

"Þessi kúkadansari [Keith Flint] er ekki raftónlistarmaður“

”Afhverju er ekki áhugamál fyrir Mainstream tónlist?“

Hvað er Raftónlist? Er það ekki tónlist sem samin er á Rafhljóðfæri? Er Rafhljómsveit ekki að semja Raftónlist þó að þeir eru vinsælir eða hljóma ekki of ”underground" fyrir sum eyru?

Er Prodigy ekki Raftónlist? Eru Chemical Brothers ekki að semja Raftónlist? Er Underworld ekki Techno?

Raftónlist er ekki bara Prodigy, Chemical Bros, Underworld, Leftfield o.s.fv. Auðvitað eru fullt af öðrum Raftónlistarlistamönnum eins og: Squarepusher, Flanger, Rhichie Hawtin, Jeff Mills o.s.fv… sem semja Raftónlist sem verður sjaldnast vinsæl og fær litla eða nánast enga útvarpsspilun á ríkisútvarpstöðum.

Tónlistarformið Raftónlist ber marga flokka; Hardcore, Jungle, Dn'b, Techno, House, Trip Hop, BigBeat…, o.s.fv.

Afhverju ekki að blanda þessu öllu saman og halda kjafti!?
Það þarf ekki að vera áhugamál fyrir Jungle, Hardcore og Techno á sömu vefsíðu!

Fyrir víst er Prodigy Raftónlist..! Og hverjum er ekki sama um hvaða mynd er á þessu áhugamáli? - Greinilega ekki sumum!

Einhverjir eru sammála mér um þetta mál en aðrir ekki … En, hérna er áhugamál fyrir allar Raftónlistar stefnur .. ekki bara eina, tvær eða þrjár.

Greets
Arnie G.