Raftónleikar á Grandrokk 28.maí ! Föstudagskvöldið 28.maí verða raftónleikar á Grand Rokk þar sem
Funk harmony park, Tonik og Canor troða upp.

Canor er þriggja manna band, leikur elektrónískt gáfumannapopp og hefur starfað í eitt ár.
Þess ber að geta að þremenningarnir eru að vinna að E.P plötu
sem er væntanleg fyrir lok sumars.

Tonik er aukasjálf Antons Kaldal Ágústssonar. Tónlistin spannar ólíka strauma raftónlistarinnar og kemur hann víða við. Tonik hefur sent frá sér þrjár heimalagaðar skífur og kom sú síðasta, Technotæfa, út á síðasta ári. Á tónleikunum mun hann flytja eitthvað af nýju efni.

Funk Harmony Park, er þriggja ára gömul sveit skipuð fjórum melðumum sem spila melodíska raftónlist. Eftir þá liggur stuttskífan Essence EP sem hefur fengið góða dóma. Sveitin er í samningaviðræðum úti og mun frumflytja nýtt efni á
tónleikunum.

Tónleikarnir hefjast kl. 23:00, 500 kr inn og 30+ mín geisladiskur eftir böndin fylgir með á meðan byrgðir endast. 20 ára aldurstakmark.