Kraftwerk til Íslands Þýska tölvupopp sveitin Kraftwerk heldur tónleika í Kaplakrika þann 5. maí næstkomandi. Þetta er einstakur hvalreki á fjörur tónlistaráhugamanna á Íslandi, því að það er leitun að listamönnum sem haft jafnmikil áhrif á poppmenningu á síðasta aldarfjórðung tuttugustu aldarinnar. Það má segja að Kraftwerk hafi verið það fyrir hljóðgerfilinn sem Chuck Berry var fyrir rafmagnsgítarinn. Þeir eru núna sínu fyrsta tónleikaferðalagi í 13 ár til að fylgja eftir plötunni Tour De France Soundtracks sem kom út í fyrra haust, en hún er fyrsta plata þeirra með nýju efni síðan platan Electric Cafe kom út 1986. Hljómsveitin kemur til Íslands í lokin á 3 mánuða uppseldu tónleikaferðalagi um Bretland og Bandaríkjanna.

Stofnmeðlimir Kraftwerk Ralf Hutter og Florian Schneider hittust í listaskóla í Dusseldorf árið 1968. Þeir byrjuðu að gera tilraunir með hljóð og effecta undir nafninu Organisation og gáfu út plötuna Tone Float árið 1971. Þeir gáfu Organisation nafnið upp á bátinn fljótlega eftir þetta, komu saman aftur sem Kraftwerk og byrjuðu að vinna að Kling Klang hljóðverinu sínu í Dusseldorf. Tvær breiðskífur komu út á næstu árum Kraftwerk 1 árið 1971 og Kraftwerk 2 árið 1972. Þessar plötur ásamt rómuðu tónleikum sköpuðu sveitinni nafn innan heims tónlistaráhugamanna enda var enginn að gera nokkuð sem kallast gæti svipað og það sem þeir voru að gera. Það var samt eiginlega ekki fyrr en með Autobahn (1974) að Kraftwerk steig inn í heim hins almenna tónlistaráhugamanns. Þar má segja að hafi komið fram í fyrsta sinni hin auðþekkjanlegi Kraftwerk-hljómur og á plötunni heyrðust fyrstu þreifingar Kraftwerk manna í átt til venjulegrar popptónlistar. Platan varð alþjóðlegur smellur og komst m.a. titillag plötunnar ofarlega á Bandaríska smáskífulistann og fékk þar með það sem við köllum raftónlist í dag sína fyrstu fótfestu. Á árunum á eftir þetta fylgdu fjölmargar breiðskífur sem eru flestar orðnar eins konar Mónu Lísur innan tónlistarheimsins, nægir þar að nefna plötu eins og The Man Machine þar sem hið gífurlega þekkta lag “Wie Sind Die Robotar” eða “We Are The Robots” eins og flestir þekkja það. Á þessum tíma voru Kraftwerk byrjaðir að birtast í fjölmiðlum sem vélmenni, fjölmiðlaímynd sem fylgir þeim allt til dagsins í dag.

Það fer varla framjá mörgum að Kraftwerk eru helteknir af tækni, það sést best á titlum og umfjöllunnarefni sumra platna þeirra; Radio-Activity (1975) ,tileinkuð útvarpsbylgjum; Tranz-Europe Express (1978), fjallar um lestarferðalög og á sinni seinustu plötu; Tour De France Soundtracks koma þeir aftur að hjólreiðaþemanu sem þeir reyndar byrjuðu að rannsaka fyrir 20 árum þegar smáskífan Tour De France kom út.

Þeir sáu fyrir sér tækniþróun seinnihluta seinustu aldar, en ólíkt flestum þeim listamönnum sem hafa gægst inn í framtíðina í verkum sínum, hvort sem það er myndlistarmenn, kvikmyndagerðamenn eða myndhöggvarar, hefur aldrei borið á sömu svartsýninni og hræðslu við tæknisamfélagið hjá þeim og nánast öllum öðrum. Þvert á móti er þeir einir af fáum sem hafa sýnt okkur að jafnvel í miðjum heimi vélanna getur mannsálin komið fram með sinni gleði og sínum sorgum.

Það er tónleikafyrirtækið Hr.Örlygur sem stendur að komu Kraftwerk til Íslands. Fyrirtækið hefur lengi unnið að því að fá Kraftwerk til Íslands og má því segja að 5 ára bréfaskriftir séu loks að bera ávöxt

Tónleikarnir verða í Kaplakrika þann 5. maí. Miðasala hefst þann 13. mars næstkomandi. Staðsetning hennar og aðrar upplýsingar verða nánar auglýstar síðar. Hafið sambandi við info@destiny.is fyrir frekari upplýsingar.

Hr. Örlygur/ Mr. Destiny

www.kraftwerk.de

“The mechanical universe of Kraftwerk has been cloned or copied in Detroit , Brussels, Milan, Manchester, and even psychedelicised by the delerium of house music. You can define it as you want; sci-fi music, techno-disco, cybernetic rock. but the term I prefer even so is robot pop. It fits in with our objective which consists of working without respite toward the construction of the perfect pop song for the tribes of the global village.”
Ralf Hütte