EINAR ÖRN GHOSTIGITAL OG GESTIR
föstudaginn 5. des á Kapital
í tilefni af útgáfu GHOSTIGITAL

Twisted Minds Crew (hip hop)
Kritikal Mazz (hip hop)

Einar Örn Ghostigital (out of this worldmusic)

Exos (techno)
Tómas THX (techno)
Bjöggi (drum n' bass/breakbeat)
Curver (digital hardcore/noise)

byrjar snemma endar seint! (c.a. 23:00 - 05:00)


það er stutt. það er hart. það er þetta skeyti.
heimur harður. heimur harðrar taktónlistar.
techno_hip hop_breakbeat_OTW

ef útvarpsstöðin þín er ekki að spila Ghostigital er ekki þörf á að
örvænta þar sem þú hefur http://www,ghostigital.com en þar finnuru allt
sem máli skiptir.

Einar Örn er landsþekktur tónlistarmaður sem hefur komið fyrir á víðum völlum í heiminum. Allt frá punktónlistar Purks Pilniks til Sykurmolanna og frá þeim til sinnar eigin lagasmíðar, en kappinn hefur nú verið að vinna með fjöllistamanninum og stórsnillingnum Curver.

Samstarf þeirra er hreint út sagt tær snilld þar sem þeir félagarnir blanda saman electroniskum tónárum við niðurhraðskeytta sveimtakta.

Ef þú hefur ekki kynnt þér tónverk Einar Arnar og Curver, láttu þá sjá þig á Kapital á föstudaginn.

Eða kíktu á http://www.ghostigital.com