Það eru til ýmsar leiðir til þess að fylgjast með því sem er að gerast í Reykjavík tónlistarlega séð.
Tímarit á borð við Undirtóna og dagblöð á borð við Fréttablaðið og Morgunblaðið fjalla óspart um tónlist og tónlistarviðburði sem þeir eru látnir vita af.
Útvarpsþættir eins og Party Zone og Breakbeat.is hafa tekið tónleikatilkynningum fagnandi og auglýst hvaða skemmtistaðir bjóða upp á klúbbavæna danstónlist.
Heimasíður eins og Hugi.is og breakbeat.is hafa komið sér vel fyrir netverja sem ná að kynna sér atburði tengda raftónlist.Einnig geta glöggir vegfarendur sem eiga leið um bæinn rýnnt augun í auglýsingar og veggspjöld sem þjóna þeim tilgangi að láta fólk vita af hvað er að gerast á klúbbum borgarinnar.

Samt sem áður lendi ég oft í því að þegar ég segi fólki frá hinum og þessum raftónlistaratburðum og klúbbakvöldum, þá fæ ég að heyra þetta svar :

haaa…ég vissi ekki af þessu,ég hef ekkert séð þetta auglýst,ég var ekkert búinn að heyra af þessu og svo framvegis.

Markmitt mitt sem greinahöfundur er aðeins að fá nokkrar uppástungur frá ykkur um hvernig bæta má aðferðir til þess að auglýsa raftónlistaratburði og klúbbakvöld.
Hvað vantar upp á til þess að það verði betri mæting á þessi kvöld?
Eða er áhugi raftónlistarinnar að dofna það mikið að þessar auglýsingar hafa einfaldlega ekki áhrif,sama hversu mikið auglýst er.

Takk fyrir
exos
www.exosmusic.com