Rich Thair (Red Snapper) LBH presenterar:

Föstudaginn 7nov. @ Vidalín mun hin goðsagnakenndi Rich Thair(UK, Warp Records, Matador), heilinn á bakvið Red Snapper, Toob og marga aðra electrónisku snilldina heiðra okkur með nærveru sinni. Sá sem ekki kannast við kappan ætti að hypja sig niðrí næstu plötubúð og checka á breiðskífunni Making Bones og/eða Reeled and Skinned sem eru algjört landmark í sambræðslu trip hops, jazz og electro.

Einnig koma fram:

George Geometry+Imanti=“MidiJokers”
Delphi feat. Mc Tiny
Dada Pogrom (KA, Grid Records)
Dj Mastermind

Við George Geometry og Imanti ættu einhverjir að kannast úr íslenska tónlistarlífinu, þeir hafa báðir verið að fikta við electro í sitthveru horninu í nokkur ár enn ákvaðu nú fyrir stuttu að sameina krafta sína og koma til með vera með vel þétt electro acid sett.

Chill out kóngarnir í Delphi munu stíga stokk með Mc Tiny í fararbroddi og það ættu allir að vita það að enginn verður svikin í þau fáu skipti sem þeir spila.

Dada Pogrom frá Kanada mun deila með almúganum up-beat electro þar sem fallegar melódíur og þéttir taktar ráða förinni, Allir alvöru electro hausar ættu að kannast við þennann mann þar sem hann hefur verið duglegur að spila hér í rvk síðan að hann settist hér að. Meiri upplýsingar um þennann mann er ad finna a vefsíðu hans www.dadapogrom.com.

Og svo mun rugludallurinn mastermind sjá um efri hæðina í góðu grúvi.

1000 kall inn og eru miðar seldir í forsölu í Nonnabúð, 12 tónum og Þrumunni.

Allir artistarnir verða með partý sett þannig að það verður enginn lognmolla yfir þessu
og þá er bara um að gera að skella í sig nokkrum köldum og fara í partei!!

Ef þetta kvöld gengur vel sjáum við um að menn einsog Machine Drum, Fonkstörung og Mike Paradinas (betur þekktur sem mu-ziq) kíki á okkur klakabúa.

So stay tuned niggaz!!!


LBH -