Það hefur ávallt stungið mig dállítið í augað að það sé verið að flokka allar tónlistarstefnur sem unnar eru með raftólum undir raftónlist. Það er að vissu leyti ágætt en svo að öðru leyti finnst mér það ekki nógu gott. Mér dettur bara í hug sú hugmynd að flokka þá alla tónlist sem er búin til með gítar að einhverju leyti undir gítartónlist og ekki að aðgreina djass, blús, rokk og svo framvegis.
Persónulega finnst mér í sama samhengi ekki vera fjallað nógu mikið um tilraunakennda raftónlist. Ekki það að ég telji aðrar tónlistarstefnur búnar til með raftólum eitthvað síðri. Þarf maður þá að reynað fá nýtt áhugamál undir yfirskriftinni tilraunakennd raftónlist eða er það alltof lítill hópur sem hefði áhuga á henni til að það myndi virka sem áhugamál ?
Að sama skapi langar mig mikið til að vita hverjir að grúska eitthvað í tilraunakenndri raftónlist hérna og þá meina ég virkilega tilraunakenndri , nefni ég Fennez sem dæmi, bara dæmi ekki alhæfingu. Það væri gaman að fá póst frá þeim og reyna að skipuleggja einhverja tónleika.

Bara pælingar….