Plötufyrirtækið Scape var stofnsett af Stefan Betke betur þekktari sem Pole vorið 1999.Pole hafði þá þegar getið sér nafn með minmalísku techno eða rafdubi sem kallaðist á við verk þeirra Mauritzio félaga en Pole hafði einmitt unnið með þeim sem upptökustjóri.
Þó var hægt að þekkja lög Pole strax á “Clickz og Cuttinu” sem hoppar og skoppar allt af með djúpum bassalínunum.Hann kreistir þessi (ó)hljóð út úr Waldorf 4 Pole Filternum sem kannski skýrir listamannsnafnið þó ég hafi ekkert fyrir mér í því.Einnig er merkilegt að Pole notast þannig séð ekkert við bassatrommu sem margir myndi nú seygja að nauðsynlegt væri í techno.

Það var því svipuð tónlist sem Scape merkið byrjaði að gefa út.Fyrstu tvær útgáfurnar voru með Kit Clayton 12” og LP og svo 12” og LP með Burnt Freidmann and the Nu Dub Players.
Eftir það fylgdi safnplatan Staedtizism en þær eru nú orðnar þrjár og sú fjórða kemur út í Júlí þar sem þemað er Funk.
Eftir fylgdu plötur með listamönnum eins og Jan Jelinek, Andreas Pekler, Bus, System, Deadbeat og svo Pole sjálfum en það er remix plata af tólftommu sem gefin var út á Din og vakti fyrst áhuga fólks á honum.

Það er óhætt að seygja að allt það efni sem komið hefur út á Scape sé forvitilegt en svona til að hampa einhverjum þá fellur mér Jan Jelinek, Deadbeat og System efnið einstaklega vel í eyru.
System er samstarfsverkefni Opiate eiganda Hobby Ind plötufyrirtæksins og producer á Vespertine plötu Bjarkar, Dub Tractor og Acustic en þeir hafa einnig gefið út sem Future 3.

Ég mæli eindregið með því að fólk kynni sér þetta label og væri þá gott að byrja á einhverji Staedtizism safnplötunni, á þeirri þriðju er þemað hip hop og eins og áður sagði funk á þeirri fjórðu þó að þarna sé ekki kannski beint verið að matreiða þessar tónlistarstefnur eins og þær hljóma venjulega.
Scape plöturnar fást í Tólf Tónum og er oftast einhvað til af þeim.

Hér kemur svo það sem hefur komið út á labelinu.

sc 001 Kit Clayton - “Nek Purpalet” (12“)
sc 002 Kit Clayton - ”Nek Sanalet“ (2x12”)
sc 002 cd Kit Clayton - “Nek Sanalet” (CD)
sc 003 Burnt Friedman & The Nu Dub Players - “Do Not Legalize It!” (12“)
sc 004 Burnt Friedman & The Nu Dub Players - ”Just Landed“ (2x12”)
sc 004 cd Burnt Friedman & The Nu Dub Players - “Just Landed” (CD)
sc 005 Various - “Staedtizism” (12“)
sc 005 cd Various - ”Staedtizism“ (CD)
sc 006 Jan Jelinek - ”Tendency EP“ (12”)
sc 007 Jan Jelinek - “Loop-finding-jazz-records” (2x12“)
sc 007 cd Jan Jelinek - ”Loop-finding-jazz-records“ (CD)
sc 008 Various - ”Staedtizism 2“ (2x12”)
sc 008 cd Various - “Staedtizism 2” (CD)
sc 009 Pole - “R” (2x12“)
sc 009 cd Pole - ”R“ (CD)
sc 010 Tom Thiel & Daniel Meteo - ”Bus“ (12”)
sc 011 cd Andrew Perkler - “Station To Station” (CD)
sc 011 lp Andrew Perkler - “Station To Station” (LP)
sc 012 Various - “Staedtizism 3: Instrumentals” (2x12“)
sc 012 cd Various - ”Staedtizism 3: Instrumentals“ (CD)
sc 013 cd System - ”No Title“ (CD)
sc 013 lp System - ”Untitled“ (LP)
sc 014 Jan Jelinek - ”Avec The Exposures“ (12”)
sc 015 Deadbeat - “Wild Life Documentaries” (2x12“)
sc 015 cd Deadbeat - ”Wild Life Documentaries“ (CD)
sc 016 cd Jan Jelinek - ”La Nouvelle Pauvreté“ (CD)
sc 016 lp Jan Jelinek - ”La Nouvelle Pauvreté“ (LP)
sc 017 cd Various - ”Staedtizism 4" (CD)

www.scape-music.de
www.myspace.com/mnoise