Jæja, þá er maður kominn af fyrstu raftónleikunum sínum og ég verð nú bara að segja að þessir tónleikar/þessi tónlist fór mörg þúsund kílómetra fram úr mínum björtustu vonum, þótt ég haf búist við miklu.

Þetta voru tónleikar raftónlistarkennara við Tónlistarskóla Kópavogs eða Haxrec.
Í Hexrec eru: Camilla Söderberg
Ríkharður H. Friðriksson
Hilmar Þórðarson

Fyrsta verkið hét Sýnheimar, í því lék Ríkharður H. Friðrikson á Pc 1600x og gagnvirkt tölvukerfi, hann samdi líka verkið. Hann stjórnaði verkinu tölvunni eða skygði á ljósgeisla sem lágu yfir sviðið (með höndunum, eða fótunum). Tölvan hafði nokkurs konar sjálfstæðan vilja og var gaurinn að reyna að hafa stjórn á henni allan tímann. Þetta var frekar flott verk en þar sem ég hafði engan samanburð þegar ég heyrði það (fyrsta raftónlist sem ég heyri) þá get ég ekki gagnrýnt það með einhverju miklu viti :)

Annað verkið bar nafnið SYLANOP, eftir Camillu Söderberg og var það samið árið 1974, eða þegar öll raf og tölvutónlist var einfaldlega bara tekin upp og svo spiluð á tónleikum. Þess vegna var enginn uppi á sviðinu. Þetta var frekar ruglingslegt verk að mínu mati.

Þriðja verkið hét N.N.N. en það er fyrsta verk Hexrec hópsins. Þetta verk er samið af Hilmari Þórðarsyni og fyrsta verkið á tónleikunum sem öll hljómsveitin spilaði. Ríkharður spilaði á einhverjar stangir (Lighting II), frekar furðulegt, það var eins og hann væri að spila á ímyndaðan Xylofón. Camilla lék á WX5 MIDI blásturshljóðfæri, það var svona framtíðarklarinett nokkurs konar. hilmar lék á Px 1600x tölvu (alveg ótrúlegt hvernig hann spilaði á hana með miklum tilþrifum….). Þetta verk var mjög flott og var jafnframt besta verkið fyrir hlé.

Fjórða verkið var það fyrsta eftir hlé og hét 4by4, það var samið af Haraldi Karlssyni og Hilmar Þórðarson, sjónskáld, bjó til myndband við verkið.
Í þessu verki spilaði Camilla á MIDI blásturshlóðfærið, sem tengdist síðan við myndbandið sem Haraldur Karlsson bjó til. Camilla gat stýrt myndbandinu með því hvernig hún spilaði. Myndbandið var af náttúru Íslands en passaði samt flott við raftónlistina. Að mínu mati mjög vel heppnað verk.

Í fimmta verkinu var spilaði Camilla á gagnvirkt tölvukerfi og kontrabassablokkflautu, sem er eitt það furðulegasta hljóðfæri sem ég hef séð. Það var ca. 1,5 metri á hæð, úr tré og með risaklöppum. Í kontrabassablokkflautunni voru litlir míkrafónar sem tengdust við tölvukerfið. Tölvukerfið bjó svo til hálfgert bergmál af tóninum. Það breytti hljóminum í tón flautunar en maður gat samt alltaf heyrt að bergmálið var komið af hljóm flautunnar.
Þetta var flottasta verkið hingað til og að mínu mati áhugaverðasta verkið á tónleikunum, ásamt N 1 N.N.N.

Næst kom samt slakasta verkið á tónleikunum að mínu mati. Það hét Flæði og er eftir Ríkharð H. Friðriksson. Þetta var spilað á rafmagnsgítar með -geimkenndum- effect. Verkið er byggt á lööngum nótum sem eru spilaðar hver ofan á aðra. Það er að mörguleiti flott en mér fannst það vanta eitthvað í lagið.

Síðasta verkið og jafnframt það besta á tónleikunum hét N 1 N.N.N. og er eftir alla í Hexrec hópnum. Mér heyrðist engin tilraunastarfsem vera í gangi hérna en þetta lag er alveg hreint ein mesta snilld sem ég hef heyrt í! Camilla lék á WX5 MIDI blásturshljóðfæri, Hilmar á PX 1600x tölvu og Ríkharður á rafmagnsgítar. Engin orð fá lýst þessu meistarstykki.

Allt í allt voru þetta mjög góðir tónleikar og eiginlega þeir bestu sem ég hef farið á í Salnum og ég hlakka til að byrja að hlusta á raf- og tölvutónlist.

Kv.
Kreoli